Teymisstjórar geta þurft að framkvæma gátlista sinn oft á dag ef upp koma mikið af breytingum yfir daginn sem bregðast þarf við. Daglegur gátlisti teymisstjóra er skipt niður í eftirfarandi hluta:
- Eru forsendur dagsins réttar?
- Byrja þarf á að tryggja að allar forsendur dagsins í dag séu réttar, t.d. heimaliðar sem eru fjarverandi séu skráðir fjarverandi og aðrir ekki, samningar þjónustuþega sem eru á spítala, hvíldarinnlögn, fríi o.þ.h. séu tímabundið óvirkir eða hætt við heimsóknir þeirra í fjarverunni o.þ.h.
- Er búið að skrá heimaliða veika/fjarverandi samkvæmt tilkynningu í gær og í morgun?
- Heimaliðar sem voru veikir í gær, eru einhverjir mættir núna?
- Heimaliðar sem voru veikir í gær, eru einhverjir ekki mættir?
- Eru einhverjir heimaliðar ekki mættir og ekki skráðir fjarverandi?
- Hefur verið tilkynnt um fjarveru þjónustuþega v/ á spítala, í hvíldarinnlögn, í fríi?
|
mikilvægi - mikilvæg og má ekki falla niður. Ef aftur á móti aðeins er verið að veita þjónustuþætti fyrir almenn heimilisstörf þá flokkast viðkomandi heimsókn ekki sem mikilvæg og má falla niður. Síðan er spurning hvort flokkunin er aðeins má ekki falla niður og má falla niður eða eiga að vera fleiri flokkanir? Hér eru t.d. þrír flokkar skilgreindir:
|
- Heimsókn sem inniheldur þjónustuþætti sem alls ekki mega falla niður.
- Mikilvæg:
|
- Heimsókn sem inniheldur þjónustuþætti sem eru mikilvægir en mega í undantekningar tilvikum falla niður.
- Annað: Heimsókn sem inniheldur þjónustuþætti sem eru ekki mikilvægir og mega falla niður.
- Eru einhverjar óráðstafaðar heimsóknir í dag?
- Eru einhverjir heimaliðar með lausa tíma í dag?
- Verkefni morgundagsins
- Verkefni fram í tímann
|