Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Table of Contents

...

  • Tímabilsmiði hefur gildistíma frá degi og til dags. Miðinn gildir frá og með upphafsdegi og til og með lokadegi.  Ef upphafsdagur er fram í tímann er ekki hægt að nota miðann fyrr en á upphafsdeginum.  T.d. ef korthafi er með á korti sínu ársmiða í sund sem rennur út eftir 20 daga, getur hann keypt nýjan ársmiða á kortið sitt og látið gildistíma hans hefjast eftir 20 daga. 
  • Hægt er að nota miðann ótakmarkað á gildistíma hans en líða þarf lágmarks tími notkunar miðans til að koma í veg fyrir misnotkun.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni tímabilsmiði eru á sama kortinu þá er sá tímabilsmiði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni tímabilsmiði eru á sama kortinu og þeir hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrr úr gildi.

Skiptamiði

  • Skiptamiði hefur gildistíma frá degi og til dags. Miðinn gildir frá og með upphafsdegi og til og með lokadegi, og er eingöngu hægt að nota miðann á gildstíma hans. 
  • Misjafnt getur verið hvaða gildistíma skiptamiðar hafa, t.d. gilda sundmiðar gjarnan 2 til 3 ár frá því þau eru keyptir.
  • Hver skiptamiði getur innihaldið mismikinn fjölda skipa, í hvert skipti sem heimild fæst með skiptamiða lækkar inneign hans um 1 skipti.  Í strætisvögnum getur inneignin þó lækkað um fleirir skipti eftir hvaða leið er valin.
  • Þegar inneign skiptamiða verður 0 er ekki lengur hægt að nota miðann og miðinn er fjarlægður sjálfkrafa af kortinu.
  • Ef skipamiði inniheldur einhver ónotuð skipti en gildistími hans er útrunninn er ekki hægt að nota miðann þ.e. korthafinn tapar því ónotuðu skiptunum.
  • Ef fleiri en einn skiptamiði eru á sama kortinu þá er sá skiptamiði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
  • Ef tveir skiptamiðar eru á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrr úr gildi.

 

Rafeyrir

  • Rafeyrir er í eðli sínu peningar og getur miðinn því innihaldið mismunandi tölugildi þar sem 1 getur jafngilt 1 kr. eða hverju sem er.  Inneign rafeyris er ekki með aukastöfum.
  • Miðinn hefur gildistíma til lokadags þ.e. hann gildir frá þeim tíma sem miðinn er settur á kort þar til skilgreindur lokadagur miðanns er liðinn, þá er ekki hægt að nota miðann frekar þó svo hann innihaldi eftirstöðvar.
  • Þegar miðinn er notaður getur verið notuð mismunandi tölugildi (fjárhæðir) í hvert skipti, en inneign miðanns er lækkuð um það tölugildi sem notuð er.  Inneign miðanns getur aldrei orðið minni en 0, þegar inneignin verður 0 er miðinn sjálfkrafa fjarlægður af kortinu.
  • Hægt er að nota rafeyrir ótakmarkað á meðan miðinn er með inneign og lokadagur hans ekki liðinn.  
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni rafeyrir er á sama kortinu þá er sá miði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
  • Ef tveir eða fleiri miðar af gerðinni rafeyrir eru á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrst úr gildi.

Breytilegir miðar

Starfsmannamiði

...

  • Samningsmiðinn inniheldur eftirfarandi stillingar:
    1. Lokadaga: Miðinn hefur gildistíma, þ.e. hann gildir frá þeim tíma sem hann er settur á kortið og til lokadags sem skilgeindur er, eftir að lokadagur er liðinn er ekki hægt að nota miðann.
    2. Samningsnúmer: Það hefur ekki áhrif á leyfilega notkun á miðanum, en upplýsir um þann samning sem korthafinn tilheyrir.
    3. Ótakmörkuð notkun eða hámarks fjöldi skipta:  Fyrir hvern samningsmiða er hægt að velja hvort miðinn veiti ótakmarkaðan aðgang að viðkomandi þjónustu á gildstíma miðanns eða að hámarki ákveðinn fjölda.  Ef skilgreindur er hámarks fjöldi er inneign miðans lækkuð um 1 skipti við hverja notkun og þegar búið er að nota miðann í skilgreindan hámarks fjölda er miðinn fjarlægður af kortinu og því ekki hægt að nota hann frekar.
  • Ef miðinn veitir ótakmarkaða heimild á gildistíma verður lágmarks tími að líða frá síðustu notkun til að koma í veg fyrir misnotkun.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni samningsmiði er á sama kortinu þá er sá miði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað eða strætisvagn.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni samningsmiði er á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrst úr gildi.

Samningskerfismiði

  • Korthafar fá þennan miða eingöngu ef þeir eru skráðir á samnings í CTS Samningakerfinu.
  • Samningskerfismiðinn hefur lokadag sem gildstíma þ.e. gildistími miðanns hefst frá þeim tíma sem hann er settur á kortið og til lokadags sem skilgeindur er, eftir að lokadagur er liðinn er ekki hægt að nota miðann.
  • Hægt er að nota miðann ótakmarkað á gildistíma hans, en þó verður að líða lágmarks tími frá síðustu notkun.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni samningskerfismiði eru á sama kortinu þá er sá miði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni samningskerfismiði eru á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrr úr gildi.

...

  • Opnir tímabilsmiðar eru óvirkir þegar þeir eru settir á CTS kort en við fyrstu notkun virkjast þeir.
  • Opnir tímabilsmiðar hafa skilgreindan gildistíma annars vegar í klst. sem getur verið minnst ½ klst. og upp í margar klst. (jafnvel mánuði og ár) og hins vegar ákveðinn lokadag.
  • Ef miði er óvirkur þá gildir skilgreindur lokadagur sem gildistími miðans, þ.e. ef miðinn er ekki notaður og lokadagur hans er liðinn er ekki hægt að nota miðann.
  • Þegar miðinn er notaður í fyrsta sinn er hann er virkjaður og þá fær hann nýjan gildistíma sem er nákvæmlega sá tími sem notkunin á sér stað + skilgreindur tími í klst.  Dæmi:  miði gildir í 3 klst. og hann er notaður fyrst kl. 9:35 þá mun miðinn gilda til kl. 12:35 að þeim tíma liðnum er hann útrunninn. 
  • Eftir að miðinn er orðinn virkur er hægt að nota hann ótakmarkað þar til gildistími hans rennur úr gildi, en þó þarf lágmarks tími að líða  frá síðustu notkun - sem getur verið mismunandi langur milli þjónustustaða.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni opinn tímabilsmiði er á sama kortinu þá er sá miði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni opinn tímabilsmiði er á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrst úr gildi.
  • Gott dæmi um notkun þessa eiginleika er t.d. fyrir skíðamiðar og gestamiðar.

Rafeyrir

...

  • .