Hér birtist hjálp tengt þjónustuþeganum sjálfum.
Yfirlit
Nánar
Eins og skjáskotið hér til hliðar sýnir þá er hér hægt að breyta völdum upplýsingum valins þjónustuþega. Eftirfarandi upplýsingar eru tengdar við þjóðskrá og uppfærast sjálfkrafa einu sinnu í mánuði: - Heimilisfang
- Póstnúmer
- Bæjarfélag
Einnig er hægt að velja hnappinn "Uppfæra frá þjóðskrá" þá eru þessar upplýsingar uppfærðar til samræmis við þjóðskrá. Aðrar upplýsingar þurfa notendur að skrá: - Lykill; í sumum tilvikum er heimaþjónustan með lykil að heimili þjónustuþega, í þeim tilvikum er hægt að skrá hér upplýsingar um hvar hann er geymdur.
- Staðsetning heimilisauðkennis; almennt er gott að staðsetja rafræna heimilisauðkennið (límmiði) á bakhlið hurðar á skáp í forstofu. Hér er hægt að lýsa hvar það er staðsett á heimili þjónustuþegans.
- Hjúskaparstaða; hér er valið út vallista hver hjúskaparstaða þjónustuþega er.
- Sími; hér er hægt að skrá heimasíma eða farsíma þjónustuþega. Númerið birtist í appinu hjá heimaliðum sem auðveldar þeim að hringja í viðkomandi.
- Netfang; hér er hægt að skrá netfang þjónustuþega ef hann hefur slíkt.
- Heimilisauðkenni; ef búið er að tengja heimilisauðkenni við þjónustuþegann birtist númer þess hér. Ekki er hægt að breyta því hér.
Ef engar breytingar hafa verið gerðar er græni hnappurinn (Vista) óvirkur, en þegar einhverju er breytt verður hann virkur. Ef hann er valinn vistast breytingin en ef ekki á að vista breytinguna er hægt að velja hnappinn Hætta við.
| |
...