Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 10 Next »

Hér birtist hjálp tengt þjónustuþeganum sjálfum.

Yfirlit

Nánar

Eins og skjáskotið hér til hliðar sýnir þá er hér hægt að breyta völdum upplýsingum valins þjónustuþega.

Eftirfarandi upplýsingar eru tengdar við þjóðskrá og uppfærast sjálfkrafa einu sinnu í mánuði:

  • Heimilisfang
  • Póstnúmer
  • Bæjarfélag

Einnig er hægt að velja hnappinn "Uppfæra frá þjóðskrá" þá eru þessar upplýsingar uppfærðar til samræmis við þjóðskrá.

Aðrar upplýsingar þurfa notendur að skrá:

  • Lykill; í sumum tilvikum er heimaþjónustan með lykil að heimili þjónustuþega, í þeim tilvikum er hægt að skrá hér upplýsingar um hvar hann er geymdur.
  • Staðsetning heimilisauðkennis; almennt er gott að staðsetja rafræna heimilisauðkennið (límmiði) á bakhlið hurðar á skáp í forstofu. Hér er hægt að lýsa hvar það er staðsett á heimili þjónustuþegans.
  • Hjúskaparstaða; hér er valið út vallista hver hjúskaparstaða þjónustuþega er.
  • Sími; hér er hægt að skrá heimasíma eða farsíma þjónustuþega. Númerið birtist í appinu hjá heimaliðum sem auðveldar þeim að hringja í viðkomandi.
  • Netfang; hér er hægt að skrá netfang þjónustuþega ef hann hefur slíkt.
  • Heimilisauðkenni; ef búið er að tengja heimilisauðkenni við þjónustuþegann birtist númer þess hér. Ekki er hægt að breyta því hér.

Ef engar breytingar hafa verið gerðar er græni hnappurinn (Vista) óvirkur, en þegar einhverju er breytt verður hann virkur. Ef hann er valinn vistast breytingin en ef ekki á að vista breytinguna er hægt að velja hnappinn Hætta við.



Viðbótarupplýsingar þjónustuþega

Sjá útskýringar á viðbótarupplýsingum þjónustuþega hér.

Hér þau atriði valin sem eiga við þennan tiltekna þjónustuþega og viðeigandi upplýsingar skráðar fyrir hvert og eitt atriði.

Fyrir hvert atriði er hægt að velja eftirfarandi:

  • Fela; heimaliðar geta ekki séð í síma-appinu atriði sem fá þessa merkingu.
  • Birta; heimaliðar geta skoðað í síma-appinu atriði sem fá þessa merkingu.
  • Láta vita; atriði sem fá þessa merkingu birtast sjálfkrafa í síma-appinu þegar heimaliði velur að hefja ferð. Þannig er hægt upplýsa heimaliða um valin atriði áður en hann mætir til þjónutuþega.

Ef engar breytingar hafa verið gerðar er græni hnappurinn (Vista) óvirkur, en þegar einhverju er breytt verður hann virkur. Ef hann er valinn vistast breytingin en ef ekki á að vista breytinguna er hægt að velja hnappinn Hætta við.


Tengiliðir þjónustuþega

Hér er hægt að skoða og ný skrá tengiliði fyrir valinn þjónustuþega. Ef enginn tengiliður hefur verið skráður birtist skjámyndin hér til hliðar og hægt er að velja hnappinn Bæta við tengilið til að nýskrá tengilið.


Yfirlit yfir skráða tengiliði

Ef skráðir hafa verið tengiliðir fyrir valinn þjónustuþega birtist listi yfir þá, nafn, sími og netfang. Sjá skjáskotið hér til hægri.

Hægt er að skoða nánar tengilið með því að velja hnappinn Nánar í viðkomandi línu. Sjá næsta lið hér að neðan.


Breyta upplýsingum tengiliðar eða eyða

Hægt er að breyta upplýsingum tengiliðar og einnig að eyða tengilið. Sjá skjáskotið hér til hliðar.

Nýskrá tengilið

Hér tengiliður stofnaður, eftirfarandi upplýsinar er hægt að skrá fyrir hvern tengiliði:

  • Nafn; hér er nafn tengiliðar skráð.
  • Tengsl; hér eru viðeigandi tengsl tengiliðar við þjónustuþega valinu úr lista.
  • Sími; hér er hægt að skrá heimasíma eða farsíma tengiliðar. Ath. skráið aðeins einn símanúmer í reitinn.
  • Email; hér er hægt að skrá netfang tengiliar.
  • Glósur; hér er hægt að skrá valkvæðan texta tengt tengiliiðnum sem gott væri að vita um hann. Hægt að breyta að vild.

Upplýsingar um tengiliði birtast í síma-appinu hjá heimaliðum þannig að þeir geta hringt í tengilði þegar þörf er á.


  • No labels