Við byrjum á því að fara í Verkáætlun veljum þar einhverja heimsókn sem á eftir að fara framkvæma, þá birtist valmyndin hér til hliðar.
Til að tvímenna á heimsók er smellt á bláa hnappinn [Tvímenna] og þá opnast glugginn hér að neðan.
Einungis er hægt að tvímenna á valda heimsókn en ekki láta það ná yfir allar endurtekningar heimsóknar frá og með þessarri heimsókn. Breytingar munu ná yfir allar endurtekningar heimsóknar, frá og með þessari heimsókn.
Ef helminga á áætlaðan vinnutíma á heimaliðana þarf einungis að velja heimaliða sem á að fara í þessa heimsókn með þeim sem búið er að setja á heimsóknina fyrir. Smella á [Veldu heimaliða] sjá valmyndina hér fyrir neðan.
Ef aftur á móti það á ekki að helminga áætlaðan vinnutíma á þessa heimsókn þá þarf að smella á [Já] og þá er hægt að ákveða hvaða vinnutíma við setjum á hvorn heimaliða.
Þegar búið er að velja heimaliða og ákveða vinnutíma á hvorn heimaliða þá þarf að smella á græna takkann [Staðfesta] eða velja [Til baka].