Nýir notendur
Við bjóðum þig velkomin í örtvaxandi notendahóp okkar.
Í byrjun færðu bráðabirgða lykilorð og því rétt að breyta því við fyrstu innskráningu þína í CareOn kerfið þannig að enginn nema þú vitir þitt lykilorð og þar með getur enginn annar innskráð sig í kerfið undir þínu nafni. Ath. lykilorð eru dulkóðuð og hvorki starfsmenn Curron né aðrir geta fundið út lykilorð notenda.
Haldið er utan um allar aðgerðir sem notendur framkvæma í kerfinu, m.a. stofnun/breytingar á umsóknum, þjónustusamningum, þjónustuáætlunum og framkvæmd heimsókna. Að sjálfsögðu er hver notandi ábyrgur fyrir þeim aðgerðum sem hann framkvæmir í kerfinu og því mjög mikilvægt að þú notandi góður upplýsir aðra alls ekki um lykilorð þitt og tryggir þannig að aðrir framkvæmi ekki aðgerðir í kerfinu með þinni ábyrgð. Því er jafnframt mjög mikilvægt að nota ekki sama lykilorðið í mjög langan tíma, heldur að breyta því reglulega.
Hér til hliðar er að finna skjáskot sem ættu að hjálpa þér að breyta lykilorði þínu reglulega til að halda aðgangi þínum öruggum og jafnframt geturðu breytt þínum persónulegu upplýsingum. Byrjað er á að smella á nafnið þitt í hausnum efst til hægri, við það birtist fellilisti með annars vegar Uppfæra prófil og hins vegar Útskrá. Þú velur síðara til að útskrá þig úr CareOn en það fyrra ef þú vilt breyta persónulegum upplýsingum þínum, m.a. lykilorði. Við það birtist mynd 2 hér til hliðar, þar smellir þú á bláa textann Breyta lykilorði, við það birtist mynd 3 þar sem þú skráir nýtt lykilorð í fyrri reitinn og endurtekur nýja lykilorðið í síðari reitinn. Að því loknu velur þú græna hnappinn Breyta.
Ef eitthvað er óljóst eða þig vantar aðstoð hikaðu ekki við að senda okkur tölvupóst á netfangið help@curron.is og einnig er hægt að hringja í okkur alla virka daga milli 9:00 og 17:00 í síma 416-1000.
Mynd 1:
Mynd 2:
Mynd 3: