Valmynd CareOn
Hvað | Myndir |
---|---|
Hér til hliðar er valmynd heimaþjónustukerfisins CareOn. Rauða línan efst birtist í öllum skjámyndum kerfisins og er alltaf hægt að velja Heim vinstra megin til að kalla fram valmyndina. Hægra megin í línunni birtst nafn þitt og með því að velja það birtist fellilist með tveimur valmöguleikum:
Í valmyndinni birtast kassar og undir hverjum kassa er tiltekin kerfishluti af CareOn sem innihalda mismunandi aðgerðir. Hægt er að velja kerfishluta hér að neðan og kalla fram upplýsingar um hann og aðgerðir hans. Umsóknir heimaþjónustukerfisÞjónustusamningar heimaþjónustukerfisVerkáætlanir heimaþjónustukerfisSkilaboðGreiningartæki heimaþjónustukerfisUppgjör heimaþjónustukerfisNotendurStillingar heimaþjónustukerfisÞjónustusamnigarÍ þessum kerfishluta er unnið með þjónustusamninga og þjónustuáætlanir. Þegar umsókn er samþykkt stofnast sjálfkrafa þjónustusamningur fyrir umsóknina. Búin er til ein eða fleiri þjónustuáætlun fyrir hvern þjónustusamning eftir hvort margar vaktir þarf til að sinna viðkomandi þjónustuþega. Hver þjónustuáætlun inniheldur heimsóknir til viðkomandi þjónustuþega, framkvæmdardagur og framkvæmdartími er þekktur fyrir hverja heimsókn, hvaða heimaliði á að sinna henni og hvaða framkvæma á í viðkomandi heimsókn. Mögulega er ekki hægt að uppfylla alla samþykkta þörf og í þeim tilvikum inniheldur þjónustuáætlunin ekki alla þjónustuþætti eða minna umfang en samþykkt var fyrir viðkomandi þjónustuþega. Ef breyta þarf mikið þjónustuáætlun er einfalt að útbúa nýja áætlun og óvirkja eldri áætlun. Umsóknir Í þessum kerfishluta er unnið með umsóknir. VerkáætlanirÍ þessum kerfishluta er unnið með verkáætlanir, brugðist við öllum nauðsynlegum breytingum á áætlunum s.s. fella niður heimsókn, breyta framkvæmdartíma heimsóknar, setja annan heimaliða á heimsókn, bregðast við fjarveru heimaliða þ.e. færa heimsóknir yfir á aðra heimaliða eða fella niður. SkilaboðÍ þessum kerfishluta er farið yfir skilaboðakerfi CareOn. GreiningartækiÍ þessum kerfishluta er unnið með upplýsingar CareOn, bæði með OLAP greiningartækninni og einnig hefðbundinni skýrslugerð. CareOn mun halda utan um mikið magn að gögnum sem eru mjög verðmætar upplýsingum fyrir sveitarfélög og stofnanir. Þær munu m.a. skapa þeim mikið tækifæri til að bæta þjónustuna og auka hagkvæmni við framkvæmd þjónustunnar. StillingarÍ þessum kerfishluta getur notandi skráð og breytt ýmsum grunnstillingum kerfisins, s.s. heimaliðum, þjónustuþáttum, þjónustuflokkum, þjónustuþörf, vöktum, ýmsum ástæðum, viðbótarupplýsingum o.fl. UppgjörÍ þessum hluta er farið yfir uppgjör í CareOn kerfinu. Notendur Í þessum hluta eru aðgangsstýringar notenda í CareOn kerfinu. |