Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 3 Next »

Ef þú ert nýr notandi í CTS bjóðum við þig velkominn í stóran notendahóp okkar.

Hér er að finna leiðbeiningar fyrir notendur til að breyta skráðum upplýsingum tengt þeim sjálfum m.a. að skrá nýtt lykilorð sem veitir þeim aðgang að CTS kerfinu.

Ef þú ert nýr notandi og hefur tímabundið lykilorð er mjög mikilvægt að þú breytir því strax við fyrst innskráningu í kerfið, eftir að þú hefur skráð nýtt lykilorð getur enginn komist að því nema þú látir viðkomandi vita m.a. getur enginn starfsmaður Curron fundið út hvert lykilorð þitt er.

Haldið er utan um allar aðgerðir sem notendur framkvæma í kerfinu, m.a. útgáfu korta, áfyllingar miða á kort, fjarlægja miða af kortum, lokun korta, enduropnun og margt fleira. Að sjálfsögðu er hver notandi ábyrgur fyrir þeim aðgerðum sem hann framkvæmir í kerfinu og því mjög mikilvægta að þú notandi góður upplýsir aðra alls ekki um lykilorð þitt og tryggir þannig að aðrir framkvæmi ekki aðgerðir í kerfinu í þinni ábyrgð sem jafnvel geta valdið fjárhagslegum skaða.  Því er jafnframt mjög mikilvægt að nota ekki sama lykilorðið í mjög langan tíma, heldur að breyta því reglulega.

Hér að neðan er upphafsskjámynd CTS kerfisins, í henni birtast kassar þar sem hver kassi er fyrir tiltekið kerfi innan CTS, t.d. CTS Aðgangskerfið fyrir aðgangsstýringar í sundlaugum, söfnum og víðar. Kassar birtast eingöngu fyrir þau kerfi sem innskráður notandi hefur aðgang að. 

Til að breyta upplýsingum um þig og lykilorði þá velur þú nafnið þitt efst í hæga horni skjámyndarinnar, við það birtist felli listi með „Uppfæra prófil“ og „Útskrá“.   Þar velur þú „Uppfæra prófil“.

Við að velja „Uppfæra profil“ birtist þessi skjámynd. Þar getur þú breytt neðangreindum upplýsingum tengt þér og einnig lykilorði þínu.

Þegar þú velur að breyta lykilorði þínu þá birtist neðangreind skjámynd, þar skráir þú nýtt lykilorð og endurtekur síðan skráningu á nýja lykilorði þínu. Að því loknu velur þú hnappinn „Breyta“ þar með er nýtt lykilorð orðið virkt.

 

 

  • No labels