- Tilgangur sniðmáta er að einfalda og hraða skráningu þjónustuþátta í umsóknir, þ.e. mjög gjarnan tengt almennum heimilisstörfum fá umsækjendur sömu þjónustu. Sem dæmi er algengt að umsækjendur fái þrif, þurka af og skipta á rúmfatnaði aðra hverja viku. Hægt að stofna sniðmát sem inniheldur þessa þrjá þjónustuþætti og tíðni þeirra = aðra hverja viku. Síðan þarf aðeins að velja sniðmátið í umsókn og þá stofnast sjálfvirkt allir þessir þjónustuþættir í viðkomandi umsókn með skráðri tíðni. Hægt er að stofna eins mörg sniðmát og þörf er á.
- Þegar sniðmát er valið birtist myndin hér til hliðar með yfirliti yfir þau sniðmát sem stofnuð hafa verið. Ef sniðmátin eru mjög mörg er hægt að leita að völdu sniðmáti eftir nafni og lýsingu með því að skrá hluta þess í boxin fyrir ofan viðkomandi dálk.
- Ef vinna á með tiltekið sniðmát er hnappurinn [Nánar] valinn fyrir viðkomandi sniðmát.
- Sjá frekari upplýsingar hér.
- Ef stofna á nýtt sniðmát er hnappurinn [Bæta við] valinn, sjá frekari upplýsingar hér.
Hægt er að skoða myndaband hér til útskýringa á hvernig sniðmát er stofnað, | |