Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

 

Hér getur notandi skráð númer CTS korts sem á að skoða og velja hnappinn Leita með músinni til að finna kortið.

Einnig er hægt að velja flippan einstaklingum til að leita að korthafa með því að skrá hluta úr nafni hans eða kennitölu og velja hnappinn Leita með músinni til að hefja leit.

 

Ef ekkert stemmir við val notanda þá birtist textinn: Engin kort fundust.

 

Table of Contents

 

Niðurstöður kortaleitar

Ef kort finnast sem stemmir við val notanda birtist listi yfir korthafa og kort þeirra - skjá skjámyndina hér til hliðar.

Fyrir hvert kort birtist nafn korthafa, kennitala, kortanúmer og staða korts þ.e. hvort það er virkt, lokað eða enduropnað. Ef um handhafakort er að ræða birtist "Handahafakort" í stað nafn korthafa og engin kennitala er birt.

Nú getur notandi valið þá línu (kort) sem hann vill skoða.

 

 

Skoða tiltekið kort  / korthafa

Eftir að notandi hefur valið tiltekið kort skjámyndin hér til hliðar með upplýsingum um númer korts, stöðu korts og dagsetning hvenær kortið sjálft rennur úr gildi. Ef kortið er persónugert birtast einnig nafn og kennitala korthafa.

Þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma í skjámyndinni eru aðgangsstýrðar og því mismunandi hvaða heimildir hver notandi hefur. 



Loka korti

Með því að velja hnappinn Loka korti er hægt að loka kortinu, þá birist skjámyndin hér til hliðar.

Notandi þarf að velja ástæða fyrir lokuninni og einnig getur hann skráð frekari skýringu. Að því loknu er græni hnappurinn Loka korti valinn.

Enduropna kort

Ef kortið er lokað birtist hnappurinn Enduropna kort og er hægt að velja hann til að enduropna kortið.  Við að enduropna kort er valin ástæða fyrir opnuninni og einnig hægt að skrá frekari skýring ef þörf.

 

Yfirlit yfir lokun og enduropnun korta

Allar aðgerðir í kerfinu er þekktar, hver framkvæmdi og hvenær. Því er hægt að skoða allar lokanir og enduropnanir með því að velja ljósbláa hnappinn við hliðina á hnappinum Loka korti og Enduropna kort, við það birist skjámyndin hér til hliðar.

 

 

 

 

 

 

Vörur á korti  (miðar)

Eftir að notandi hefur valið tiltekið kort þá birtist myndin hér til hliðar; nafn og kennitala korthafa, númer korts, staða korts og dagsetning hvenær kortið sjálft rennur úr gildi.

Einnig birtist listi yfir alla virka miða á kortinu, fyrir hvern miða birtist:

  1. Útgefandi:  Hver er útgefandi (eigandi) miðans.
  2. Nafn:  Heiti miðans.
  3. Gildi:  Miðar geta innihaldið mismunandi gildi, eftir eðli miðans. T.d. fyrir skiptamiða birtist hér fjöldi skipta sem eru ónotuð.
  4. Gildistími:  Hér birtist gildistími miðans. Sumir miðar hafa aðeins loka gildisdag þ.e. gildistími þeirra hefst um leið og þeir eru vistaðir á kort – því birist í sumum tilvikum aðeins ein dagsetning hér þ.e. lokadagur.

Með því að setja hak í reitinn  Sýna útrunna miða  þá birist allir miðar sem settir hafa verið á kortið og eru útrunnir.

 

Fjarlægja miða af korti

Ef lína er með rauðum kassa með hvítu X-i í lok línu er hægt að velja hann til að fjarlægja viðkomandi miða af kortinu. Við það birtist skjámyndin hér til hliðar.  Þar sem miðinn sem fjarlægja á er á kortinu sjálfu og notandi er ekki með kortið er útbúin skipun í kerfinu sem kölluð er afhleðslupakki sem virkar þannig að þegar korthafi notar kortið sitt næst í kerfinu er viðkomandi miði fjarlægður af kortinu.

Neðangreindar upplýsingar eru skráðar fyrir afhleðslupakka, ath. hægt er að fá skýringar með því að bera músina að i-hnappinu við hvern reit.

  1. Sendandi: Upplýsingar til korthafa um hver framkvæmdi pakkann.
  2. Nafn: Pakkinn fær þetta nafn sem birtist korthafa þegar pakkinn er afgreiddur.
  3. Lýsing:  Frekari skýringar til korthafa.
  4. Gildistími pakka:  Gildíminn verður sjálfkrafa sami gildistími og miðinn sem verið er að fjarlægja hefur. Eftir að gildistíminn er útrunninn óvirkjast pakkinn og er ekki afgreiddur. 
  5. Eigandi: Notandi tilheyrir ákveðnu sviði eða deild sem er sjálfkrafa valin, en hægt er að breyta ef notandi tilheyrir mörgun sviðum/deildum.
  6. Ástæða pakka: Verður sjálfkrafa Leiðrétting.
  7. Athugasemd: Valfrjálstexti sem birtist ekki korthafa.

 

 

Notkunarsaga

Hægt er að skoða alla notkun hvers miða með því að smella á bláa plús hnappinn fremst í línu þess miða sem skoða á. Við það birtist listi yfir alla notkun miðans. LOKAÐ ER FYRIR ÞESSA AÐGERÐ VEGNA PERSÓNUVERNDAR.

Upplýsinar sem birtast: 

  1. Tími:  Sem notkunin átti sér stað.
  2. Lýsing:  Frekri skýring.
  3. Færsla: Eðli færslu, t.d. Áfylling ef miði var settur á kort, Fjarlæging ef miði var fjarlægður af kortinu, eða ef inneign hans var lækkuð t.d. um 1 skipti.  Þegar tímabilsmiði er notaður minnkar ekki inneign hans þar sem notkun er ótakmörkuð á gildistíma tímabilsmiða, þær notkunarfærslur fá textann Merki hér.
  4. Staður:  Hér birtist heiti þess þjónustustaðar sem miðinn var notaður eða áfylltur á kortið.
  5. Útstöð:  Hér birtist heiti útstöðvar sem miðinn var notaður í eða áfylltur á kortið út.  Með útstöð er átt við t.d. aðgangshlið, afgeiðslukassi, búnaður í farþegavagni, bensíndæla o.þ.h.

 

Pakkar korts   (hleðsla/afhleðsla)

Þegar þessi flippi er valinn birtist skjámyndin hér til hliðar.  .....

 

Yfirlit yfir lokun og enduropnun korta:

Vörur á korti:

Fjarlægja miða af korti:

Notkunarsaga:

Pakkar korts:

 

Image Added