Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

 

Hér getur notandi skráð númer CTS korts sem á að skoða og velja hnappinn Leita með músinni til að finna kortið.

Einnig er hægt að velja flippan einstaklingum til að leita að korthafa með því að skrá hluta úr nafni hans eða kennitölu og velja hnappinn Leita með músinni til að hefja leit.

 

Ef ekkert stemmir við val notanda þá birtist textinn: Engin kort fundust.

 

Table of Contents

 

Niðurstöður kortaleitar

Ef kort finnast sem stemmir við val notanda birtist listi yfir korthafa og kort þeirra - skjá skjámyndina hér til hliðar.

Fyrir hvert kort birtist nafn korthafa, kennitala, kortanúmer og staða korts þ.e. hvort það er virkt, lokað eða enduropnað. Ef um handhafakort er að ræða birtist "Handahafakort" í stað nafn korthafa og engin kennitala er birt.

Nú getur notandi valið þá línu (kort) sem hann vill skoða.

 

 

Skoða tiltekið kort  / korthafa

Eftir að notandi hefur valið tiltekið kort skjámyndin hér til hliðar með upplýsingum um númer korts, stöðu korts og dagsetning hvenær kortið sjálft rennur úr gildi. Ef kortið er persónugert birtast einnig nafn og kennitala korthafa.

Þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma í skjámyndinni eru aðgangsstýrðar og því mismunandi hvaða heimildir hver notandi hefur. 



Loka korti

Með því að velja hnappinn Loka korti er hægt að loka kortinu, þá birist skjámyndin hér til hliðar.

Notandi þarf að velja ástæða fyrir lokuninni og einnig getur hann skráð frekari skýringu. Að því loknu er græni hnappurinn Loka korti valinn.

Enduropna kort

Ef kortið er lokað birtist hnappurinn Enduropna kort og er hægt að velja hann til að enduropna kortið.  Við að enduropna kort er valin ástæða fyrir opnuninni og einnig hægt að skrá frekari skýring ef þörf.

 

Yfirlit yfir lokun og enduropnun korta

Allar aðgerðir í kerfinu er þekktar, hver framkvæmdi og hvenær. Því er hægt að skoða allar lokanir og enduropnanir með því að velja ljósbláa hnappinn við hliðina á hnappinum Loka korti og Enduropna kort, við það birist skjámyndin hér til hliðar.

 

 

 

 

 

 

Vörur á korti  (miðar)

Eftir að notandi hefur valið tiltekið kort þá birtist myndin hér til hliðar; nafn og kennitala korthafa, númer korts, staða korts og dagsetning hvenær kortið sjálft rennur úr gildi.

Einnig birtist listi yfir alla virka miða á kortinu, fyrir hvern miða birtist:

  1. Útgefandi:  Hver er útgefandi (eigandi) miðans.
  2. Nafn:  Heiti miðans.
  3. Gildi:  Miðar geta innihaldið mismunandi gildi, eftir eðli miðans. T.d. fyrir skiptamiða birtist hér fjöldi skipta sem eru ónotuð.
  4. Gildistími:  Hér birtist gildistími miðans. Sumir miðar hafa aðeins loka gildisdag þ.e. gildistími þeirra hefst um leið og þeir eru vistaðir á kort – því birist í sumum tilvikum aðeins ein dagsetning hér þ.e. lokadagur.

Með því að setja hak í reitinn  Sýna útrunna miða  þá birist allir miðar sem settir hafa verið á kortið og eru útrunnir.

 

Fjarlægja miða af korti

Ef lína er með rauðum kassa með hvítu X-i í lok línu er hægt að velja hann til að fjarlægja viðkomandi miða af kortinu. Við það birtist skjámyndin hér til hliðar.  Þar sem miðinn sem fjarlægja á er á kortinu sjálfu og notandi er ekki með kortið er útbúin skipun í kerfinu sem kölluð er afhleðslupakki sem virkar þannig að þegar korthafi notar kortið sitt næst í kerfinu er viðkomandi miði fjarlægður af kortinu.

Neðangreindar upplýsingar eru skráðar fyrir afhleðslupakka, ath. hægt er að fá skýringar með því að bera músina að i-hnappinu við hvern reit.

  1. Sendandi: Upplýsingar til korthafa um hver framkvæmdi pakkann.
  2. Nafn: Pakkinn fær þetta nafn sem birtist korthafa þegar pakkinn er afgreiddur.
  3. Lýsing:  Frekari skýringar til korthafa.
  4. Gildistími pakka:  Gildíminn verður sjálfkrafa sami gildistími og miðinn sem verið er að fjarlægja hefur. Eftir að gildistíminn er útrunninn óvirkjast pakkinn og er ekki afgreiddur. 
  5. Eigandi: Notandi tilheyrir ákveðnu sviði eða deild sem er sjálfkrafa valin, en hægt er að breyta ef notandi tilheyrir mörgun sviðum/deildum.
  6. Ástæða pakka: Verður sjálfkrafa Leiðrétting.
  7. Athugasemd: Valfrjálstexti sem birtist ekki korthafa.

 

 

Notkunarsaga

Hægt er að skoða alla notkun hvers miða með því að smella á bláa plús hnappinn fremst í línu þess miða sem skoða á. Við það birtist listi yfir alla notkun miðans. LOKAÐ ER FYRIR ÞESSA AÐGERÐ VEGNA PERSÓNUVERNDAR.

Upplýsinar sem birtast: 

  1. Tími:  Sem notkunin átti sér stað.
  2. Lýsing:  Frekri skýring.
  3. Færsla: Eðli færslu, t.d. Áfylling ef miði var settur á kort, Fjarlæging ef miði var fjarlægður af kortinu, eða ef inneign hans var lækkuð t.d. um 1 skipti.  Þegar tímabilsmiði er notaður minnkar ekki inneign hans þar sem notkun er ótakmörkuð á gildistíma tímabilsmiða, þær notkunarfærslur fá textann Merki hér.
  4. Staður:  Hér birtist heiti þess þjónustustaðar sem miðinn var notaður eða áfylltur á kortið.
  5. Útstöð:  Hér birtist heiti útstöðvar sem miðinn var notaður í eða áfylltur á kortið út.  Með útstöð er átt við t.d. aðgangshlið, afgeiðslukassi, búnaður í farþegavagni, bensíndæla o.þ.h.

 

Pakkar

Skipta má rafrænum CTS miðum í tvo hópa eftir hvar inneign korthafa af viðkomandi miðum er geymd þ.e. þeir skiptast annars vegar í kortamiða og hins vegar í reikningsmiða

  • Kortamiðar eru geymdir á CTS kortunum sjálfum þ.e. í örgjafa kortsins. Með því móti getur öll notkun miðans verið mjög hraðvirk og engar truflanir tengdar góðri eða slæmri nettengingu þ.e. nettenging þarf ekki að vera til staðar þegar miðinn er notaður.
  • Reikningsmiðar eru aftur á móti geymdir miðlægt á kortareikningi viðkomandi korts þ.e. líkja má reikningsmiðum við inneignir debetkorta þ.e. ekki er hægt að nota inneignina nema netsamband sé við bankakerfið til að sannreyna inneign kortsins, sama á við um reikningsmiða þ.e. netsamband þarf til að sannreyna inneign miðans í CTS kerfinu.

Hvað er pakki?  Mikið af þeim miðum sem notaðir eru í CTS kerfinu eru kortamiðar, t.d. sundmiðar og strætómiðar. Notandi í CTS kerfinu t.d. stjórnandi hjá ÍTR þarf að geta sett sundmiða á tiltekið CTS kort eða fjarlægt sundmiða af tilteknu CTS korti án þess að hann sé með kortið.  Svokallaðir pakkar gera þetta mögulegt, þ.e. þeir innihalda skipanir fyrir CTS kerfið um að setja miða á kort og að fjarlægja miða af CTS korti.

Pakkar korts   (hleðsla/afhleðsla)

Þegar þessi flippi er valinn birtist skjámyndin hér til hliðar með upplýsingum um alla óafgreidda pakka fyrir valið kort.  Fyrir hvern pakka birtist eftirfarandi:

  1. Blár takki með plús: Hægt er að smella á takka til að skoða innihald pakkans.
  2. Stofnaður: Hér birtist dagur og tími þegar pakkinn var búinn til.
  3. Nafn: Hér birtist nafn pakkans sem stofnandi gefur honum, almennt aðeins til skýringa.
  4. Sendandi:  Hér birtast upplýsingar um sendanda eða þann sem óskaði eftir pakkanum, skráð af stofnanda.
  5. Gildistími pakka: Allir pakkar hafa gildistíma, ekki er hægt að afgreiða pakkann nema á gildistíma hans. Ef gildistíminn rennur ut áður en pakkinn er afgreiddur er ekki hægt að afgreiða hann.  Almennt er gildistími pakka sá sami og gildistími miða sem pakkinn er að vinna með.
  6. Staða: Hér birtist staða pakkans,  
  7. Rauðu takki með X-i: Hægt er að hætta við pakkann með því að velja þennan hnapp, þá fær pakkinn stöðuna "Hætt við" og verður ekki afgreiddur.
  8. Blártakki með kassa: Með því að velja þennan hnapp er hægt að skoða sögu pakkans.

Innihald pakka

Þegar innihald pakka er skoðað birtist skjámyndin hér til hliðar, þar koma eftirfarandi upplýsingar fram:

  1. Skýring: Notandi getur skráð frekari skýringu við stofnun pakkans.
  2. Val: Notandi getur ákveðið hvort korthafi verði að afgreiða pakkann eða hvort það er valkvætt fyrir hann.
  3. Ástæða:  Hægt er að velja ýmsar ástæður fyrir pakkanun, m.a. sala ef korthafi hefur keypt miðann, úthlutun ef korthafa er úthlutað miðanun, á t.d. við um velferðarmða, vinningur, gjöf, leiðrétting ef verið er að leiðrétta inneign kortsins og að síðustu notkun ef verið er að leiðrétta notkun.
  4. Útgefandi:  Sá aðili sem er útgefandi miðans, t.d. er Reykjavík útgefandi sinna sundmiða og Garðabær útgefandi sinna sundmiða í CTS kerfinu.
  5. Nafn: Nafn miða sem pakkinn er að vinna með.
  6. Færsla:  Segir til um hvað pakkinn á að gera við miðann þ.e. annað hvort Áfylling ef setja á miðann á kortið, eða Fjarlæging þ.e. fjarlægja á miðann af kortinu.
  7. Gildi:  Miðinn getur innihaldið mismunandi gildi eftir eðli miðans, t.d. getur starfsmannamiði innihaldið númer starfstaðar, samningsmiði númer samnigns oþh.
  8. Gildistími miða: Allir miðar hafa gildistíma, hér birtist gildistími miðans sem pakkinn inniheldur. Sumir miðar hafa ekki upphafsdag þ.e. þeir gilda frá þeim degi sem þeir eru settir á kort, í þeim tilvikum birist aðeins lokadagurinn hér.
  9. Ómissandi: Þetta gildi er almennt Já, þ.e. ef mistekst að afgreiða þennan miða þá er pakkinn ekki afgeriddur. Ef pakki innihaldur fleiri en einn miða og annar miðinn hefur Nei hér er pakkinn afgreiddur þó svo ekki takist að afgreiða þennan miða.

Afgreiddir pakkar

Hægt er að birta pakka sem annað hvort eru afgeriddir, hætt við eða runnu úr gildi. Það er gert með því að fjarlægja hakið við línuna "Sýna aðeins óafgeidda pakka".  Upplýsingar þeirra eru þær sömu og fyrir óafgreidda pakka, nema staða þeirra er önnur.

Nýr pakki

Hægt er að birta pakka sem annað hvort eru afgeriddir, hætt við eða runnu úr gildi. Það er gert með því að fjarlægja hakið við línuna "Sýna aðeins óafgeidda pakka".  Upplýsingar þeirra eru þær sömu og fyrir óafgreidda pakka, nema staða þeirra er önnur.

 

 

Yfirlit yfir lokun og enduropnun korta:

Vörur á korti:

Fjarlægja miða af korti:

Notkunarsaga:

Pakkar korts:

 

Innihald pakka:

Afgreiddir pakkar:

 

Nýr pakki: