Table of Contents |
---|
...
Mjög misjafnt er hvar hægt er að nota miða í CTS kerfinu, en almenna reglan er sú að hægt er að nota miða hjá þeim sem leggja þá til. T.d. leggur Reykjavíkurborg til margar tegundir sundmiða og hægt er að nota þá í sundlaugum borgarinnar, sama er að segja um Garðabæ, og fleiri sveitarfélög þ.e. hægt er að nota þeirra sundmiða í þeirra sundlaugum. En Það er ekki er hægt að nota sundmiða eins sveitarfélags í sundlaugum annars sveitarfélags. Fjarðabyggð Fjarðabyggð leggur t.d. einnig til fjölda farmiða sem hægt er að nota á CTS kerfinu í strætisvögnum á Austurlandi en þó er ekki hægt að nota þá í sundlaugum Fjarðabyggðar og ekki heldur er hægt að nota sundmiða Fjarðabyggðar í strætisvögnum Austurlands.
...
- Samningsmiðinn inniheldur eftirfarandi stillingar:
- Lokadaga: Miðinn hefur gildistíma, þ.e. hann gildir frá þeim tíma sem hann er settur á kortið og til lokadags sem skilgeindur er, eftir að lokadagur er liðinn er ekki hægt að nota miðann.
- Samningsnúmer: Það hefur ekki áhrif á leyfilega notkun á miðanum, en upplýsir um þann samning sem korthafinn tilheyrir.
- Ótakmörkuð notkun eða hámarks fjöldi skipta: Fyrir hvern samningsmiða er hægt að velja hvort miðinn veiti ótakmarkaðan aðgang að viðkomandi þjónustu á gildstíma miðanns eða að hámarki ákveðinn fjölda. Ef skilgreindur er hámarks fjöldi er inneign miðans lækkuð um 1 skipti við hverja notkun og þegar búið er að nota miðann í skilgreindan hámarks fjölda er miðinn fjarlægður af kortinu og því ekki hægt að nota hann frekar.
- Ef miðinn veitir ótakmarkaða heimild á gildistíma verður lágmarks tími að líða frá síðustu notkun til að koma í veg fyrir misnotkun.
- Ef fleiri en einn miði af gerðinni samningsmiði er á sama kortinu þá er sá miði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað eða strætisvagn.
- Ef fleiri en einn miði af gerðinni samningsmiði er á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrst úr gildi.
Samningskerfismiði
- Korthafar fá þennan miða eingöngu ef þeir eru skráðir á samnings í CTS Samningakerfinu.
- Samningskerfismiðinn hefur lokadag sem gildstíma þ.e. gildistími miðanns hefst frá þeim tíma sem hann er settur á kortið og til lokadags sem skilgeindur er, eftir að lokadagur er liðinn er ekki hægt að nota miðann.
- Hægt er að nota miðann ótakmarkað á gildistíma hans, en þó verður að líða lágmarks tími frá síðustu notkun.
- Ef fleiri en einn miði af gerðinni samningskerfismiði eru á sama kortinu þá er sá miði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
- Ef fleiri en einn miði af gerðinni samningskerfismiði eru á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrr úr gildi.
...