Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 13 Current »

Hvar eru inneignir geymdar?

Skipta má inneignum korthafa í CTS kerfinu í tvo hópa eftir hvar inneign korthafa af viðkomandi miðum er geymd þ.e. þeir skiptast annars vegar í kortamiða og hins vegar í reikningsmiða

  • Kortamiðar eru geymdir á CTS kortunum sjálfum þ.e. í örgjafa kortsins. Með því móti getur öll notkun miðans verið mjög hraðvirk og engar truflanir tengdar góðri eða slæmri nettengingu haft áhrif þ.e. nettenging þarf ekki að vera til staðar þegar miðinn er notaður.
  • Reikningsmiðar eru aftur á móti geymdir miðlægt á kortareikningi viðkomandi korts þ.e. líkja má reikningsmiðum við inneignir debetkorta þ.e. ekki er hægt að nota inneignina í bankanum nema netsamband sé til staðar til að sannreyna inneign kortsins, sama á við um reikningsmiða þ.e. netsamband þarf til að sannreyna inneign miðans í CTS kerfinu.

 

Hvar er hægt að nota inneignir?

Mjög misjafnt er hvar hægt er að nota miða í CTS kerfinu, en almenna reglan er sú að hægt er að nota miða hjá þeim sem leggja þá til.  T.d. leggur Reykjavíkurborg til margar tegundir sundmiða og hægt er að nota þá í sundlaugum borgarinnar, sama er að segja um Garðabæ, og fleiri sveitarfélög þ.e. hægt er að nota þeirra sundmiða í þeirra sundlaugum.  En ekki er hægt að nota sundmiða eins sveitarfélags í sundlaugum annars sveitarfélags.  Fjarðabyggð leggur t.d. einnig til fjölda farmiða sem hægt er að nota á CTS kerfinu í strætisvögnum á Austurlandi en þó er ekki hægt að nota þá í sundlaugum Fjarðabyggðar og ekki heldur er hægt að nota sundmiða Fjarðabyggðar í strætisvögnum Austurlands.  

Sem sagt í strætisvögnum, sundlaugum, líkamsræktastöðvum og öðrum stöðum sem CTS kerfið er notað eru í gildi svokallaðar miðareglur fyrir hvern þjónustustað sem segir nákvæmlega til um hvaða miðar gilda á viðkomandi stað og ýmislegt annað tengt notkun miðanna.

 

Virkni inneigna er mjög fjölbreytt 

Inneignir (miðar) í CTS kerfinu hafa mjög fjölbreytta virkni og jafnframt er einfalt að bæta við nýjum eiginleikum. Hér eru nokkur dæmi um virkni miða:

Tímabilsmiði

  • Tímabilsmiði hefur gildistíma frá degi og til dags. Miðinn gildir frá og með upphafsdegi og til og með lokadegi.  Ef upphafsdagur er fram í tímann er ekki hægt að nota miðann fyrr en á upphafsdeginum.  T.d. ef korthafi er með á korti sínu ársmiða í sund sem rennur út eftir 20 daga, getur hann keypt nýjan ársmiða á kortið sitt og látið gildistíma hans hefjast eftir 20 daga. 
  • Hægt er að nota miðann ótakmarkað á gildistíma hans en líða þarf lágmarks tími notkunar miðans til að koma í veg fyrir misnotkun.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni tímabilsmiði eru á sama kortinu þá er sá tímabilsmiði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni tímabilsmiði eru á sama kortinu og þeir hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrr úr gildi.

Skiptamiði

  • Skiptamiði hefur gildistíma frá degi og til dags. Miðinn gildir frá og með upphafsdegi og til og með lokadegi, og er eingöngu hægt að nota miðann á gildstíma hans. 
  • Misjafnt getur verið hvaða gildistíma skiptamiðar hafa, t.d. gilda sundmiðar gjarnan 2 til 3 ár frá því þau eru keyptir.
  • Hver skiptamiði getur innihaldið mismikinn fjölda skipa, í hvert skipti sem heimild fæst með skiptamiða lækkar inneign hans um 1 skipti.  Í strætisvögnum getur inneignin þó lækkað um fleirir skipti eftir hvaða leið er valin.
  • Þegar inneign skiptamiða verður 0 er ekki lengur hægt að nota miðann og miðinn er fjarlægður sjálfkrafa af kortinu.
  • Ef skipamiði inniheldur einhver ónotuð skipti en gildistími hans er útrunninn er ekki hægt að nota miðann þ.e. korthafinn tapar því ónotuðu skiptunum.
  • Ef fleiri en einn skiptamiði eru á sama kortinu þá er sá skiptamiði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
  • Ef tveir skiptamiðar eru á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrr úr gildi.

Rafeyrir

  • Rafeyrir er í eðli sínu peningar og getur miðinn því innihaldið mismunandi tölugildi þar sem 1 getur jafngilt 1 kr. eða hverju sem er.  Inneign rafeyris er ekki með aukastöfum.
  • Miðinn hefur gildistíma til lokadags þ.e. hann gildir frá þeim tíma sem miðinn er settur á kort þar til skilgreindur lokadagur miðanns er liðinn, þá er ekki hægt að nota miðann frekar þó svo hann innihaldi eftirstöðvar.
  • Þegar miðinn er notaður getur verið notuð mismunandi tölugildi (fjárhæðir) í hvert skipti, en inneign miðanns er lækkuð um það tölugildi sem notuð er.  Inneign miðanns getur aldrei orðið minni en 0, þegar inneignin verður 0 er miðinn sjálfkrafa fjarlægður af kortinu.
  • Hægt er að nota rafeyrir ótakmarkað á meðan miðinn er með inneign og lokadagur hans ekki liðinn.  
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni rafeyrir er á sama kortinu þá er sá miði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
  • Ef tveir eða fleiri miðar af gerðinni rafeyrir eru á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrst úr gildi.

Breytilegir miðar

Starfsmannamiði

  • Starfsmannamiði hefur gildistíma til og með ákveðins dags frá því hann er settur á kort.  Hægt er að nota miðann ótakmarkað á meðan gildistími hans er ekki runninn út.
  • Miðinn getur einnig innihaldi númer staðar sem er starfsstöð korthafa, númerið getur einnig verið 0 eða númer annarrar starfsstöðvar.
  • Ef miðinn er notaður á starfsstöð korthafa þá opnast hliðið án þess að aðsóknarfærsla er mynduð.  Starfsmaðurinn getur opnað hliðið eins oft og hann vill án þess að mynd aðsókn og án nokkur biðtíma milli opnana.
  • Ef miðinn er notaður á starfsstöð sem er ekki vinnustaður korthafa er virknin eins og um tímabilsmiða sé að ræða þ.e. aðgangur fæst og aðskóknarfærsla er mynduð, ekki er hægt að nota miðan aftur fyrr en lágmarks tími hafi liðið frá síðustu notkun.
  • Ef fleiri en einn starfsmannamiði eru á kortinu þá er sá miðinn notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
  • Ef fleiri en einn starfsmannamiði eru á kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem:  a) Er með sama númer og starfsstöðin   b)  Ef báðir eða hvorugur miðinn er með sama númer og starfsstöðin þá er miðinn notaður sem rennur fyrr úr gildi.

Tilboðsmiði

  • Tilboðsmiði er með flestar stillingar, þ.e. hann inniheldur:
    1. Gildir til og með ákveðins dags:  Ekki hægt að nota miðan eftir að gildistíminn er útrunninn.
    2. Gildir aðeins valda daga vikunnar:  Aðeins hægt að nota á völdum vikudögum.
    3. Gildir aðeins frá ákveðnum tíma dags og í ákveðinn fjölda klst:  (½ klst.lágmark), aðeins hægt að nota innan þessa tíma dags.
    4. Einnig er hægt að tilgreina númer þjónustustaðar sem miðinn gildir eingögnu á:  Hægt er að láta miðann gilda á öllum þjónustustöðum t.d. í öllum sundlaugum Reykjavíkur og einnig hægt að láta hann gilda t.d. aðeins í Laugardalslaug.
  • Allir ofangreindir liðir a)-d) verða að vera uppfylltir til að hægt sé að nota miðann.
  • Hægt er að nota miðann ótakmarkað á gildistíma hans en líða verður lágmarks tími frá síðustu notkun.  Þó fer virkinin eftir miðareglunni á hverjum þjónustustað.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni tilboðsmiði er á sama kortinu þá er sá miði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni tilboðsmiði er á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrst úr gildi.

Svæðamiði

  • ATH. svæðamiða er aðeins hægt að nota í strætisvagna sem nýta sér CTS kerfið.
  • Svæðamiði hefur gildistíma til og með ákveðins dags frá því hann er settur á kort. Hægt er að nota miðann ótakmarkað á meðan gildistími hans er ekki runninn út, en líða verður þó ákveðinn lágmarks tími frá síðstu notkun til að koma í veg fyrir misnotkun.
  • Hægt er að skilgreina mörg svæði í einum og sama svæðamiðanum og er eingöngu hægt að nota svæðamiðann innan þeirra svæða.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni svæðamiði er á sama kortinu þá er sá miði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu sem viðkomandi vagn notar.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni svæðamiði er á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglu vagnsins er sá miði notaður sem rennur fyrst úr gildi.

Samningsmiði

  • Samningsmiðinn inniheldur eftirfarandi stillingar:
    1. Lokadaga: Miðinn hefur gildistíma, þ.e. hann gildir frá þeim tíma sem hann er settur á kortið og til lokadags sem skilgeindur er, eftir að lokadagur er liðinn er ekki hægt að nota miðann.
    2. Samningsnúmer: Það hefur ekki áhrif á leyfilega notkun á miðanum, en upplýsir um þann samning sem korthafinn tilheyrir.
    3. Ótakmörkuð notkun eða hámarks fjöldi skipta:  Fyrir hvern samningsmiða er hægt að velja hvort miðinn veiti ótakmarkaðan aðgang að viðkomandi þjónustu á gildstíma miðanns eða að hámarki ákveðinn fjölda.  Ef skilgreindur er hámarks fjöldi er inneign miðans lækkuð um 1 skipti við hverja notkun og þegar búið er að nota miðann í skilgreindan hámarks fjölda er miðinn fjarlægður af kortinu og því ekki hægt að nota hann frekar.
  • Ef miðinn veitir ótakmarkaða heimild á gildistíma verður lágmarks tími að líða frá síðustu notkun til að koma í veg fyrir misnotkun.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni samningsmiði er á sama kortinu þá er sá miði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað eða strætisvagn.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni samningsmiði er á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrst úr gildi.

Samningskerfismiði

  • Korthafar fá þennan miða eingöngu ef þeir eru skráðir á samnings í CTS Samningakerfinu.
  • Samningskerfismiðinn hefur lokadag sem gildstíma þ.e. gildistími miðanns hefst frá þeim tíma sem hann er settur á kortið og til lokadags sem skilgeindur er, eftir að lokadagur er liðinn er ekki hægt að nota miðann.
  • Hægt er að nota miðann ótakmarkað á gildistíma hans, en þó verður að líða lágmarks tími frá síðustu notkun.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni samningskerfismiði eru á sama kortinu þá er sá miði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni samningskerfismiði eru á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrr úr gildi.

Opinn tímabilsmiði

  • Opnir tímabilsmiðar eru óvirkir þegar þeir eru settir á CTS kort en við fyrstu notkun virkjast þeir.
  • Opnir tímabilsmiðar hafa skilgreindan gildistíma annars vegar í klst. sem getur verið minnst ½ klst. og upp í margar klst. (jafnvel mánuði og ár) og hins vegar ákveðinn lokadag.
  • Ef miði er óvirkur þá gildir skilgreindur lokadagur sem gildistími miðans, þ.e. ef miðinn er ekki notaður og lokadagur hans er liðinn er ekki hægt að nota miðann.
  • Þegar miðinn er notaður í fyrsta sinn er hann er virkjaður og þá fær hann nýjan gildistíma sem er nákvæmlega sá tími sem notkunin á sér stað + skilgreindur tími í klst.  Dæmi:  miði gildir í 3 klst. og hann er notaður fyrst kl. 9:35 þá mun miðinn gilda til kl. 12:35 að þeim tíma liðnum er hann útrunninn. 
  • Eftir að miðinn er orðinn virkur er hægt að nota hann ótakmarkað þar til gildistími hans rennur úr gildi, en þó þarf lágmarks tími að líða  frá síðustu notkun - sem getur verið mismunandi langur milli þjónustustaða.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni opinn tímabilsmiði er á sama kortinu þá er sá miði notaður sem hefur meiri forgang samkvæmt miðareglu fyrir viðkomandi þjónustustað.
  • Ef fleiri en einn miði af gerðinni opinn tímabilsmiði er á sama kortinu og hafa sömu forgangsröðun samkvæmt miðareglunni er sá miði notaður sem rennur fyrst úr gildi.
  • Gott dæmi um notkun þessa eiginleika er t.d. fyrir skíðamiðar og gestamiðar.
  • No labels