Hér eru aðgerðir taldar upp í þeirri röð sem þær eru framkvæmdar og stutt lýsing á hverri framkvæmd. Ýtarlegri lýsingu fyrir hverja aðgerð er að finna síðar í handbókinni.
Umsóknir
Byrjað er á að nýskrá umsókn um í kerfið, ferlið við að stofna og afgreiða hana er eftirfarandi:
Af ofangreindum ellefu liðum er nauðsynlegt að framkvæma þá sem eru feitletraðir en aðra ekki, þó er nauðsynlegt að annað hvort hafna eða samþykkja allar umsóknir. | Skráning umsóknar: Þjónustusamningur: |
Byrjað er á að nýskrá umsókn um í kerfið, ferlið við að stofna og afgreiða hana er eftirfarandi:
- Stofnið umsókn með því að velja aðgerðina „Ný umsókn“ og skrá kennitölu umsækjanda.
- Hverfi; skráið umsóknina á það hverfi sem hún á að tilheyra.
- Umsækjandi/nánar; breytið upplýsingum umsækjanda ef þörf er á t.d. heimilisfangi og skráið upplýsingar um síma og netfang.
- Umsækjandi/viðbótarupplýsingar; merkið við viðbótarupplýsingar sem eiga við umsækjandann.
- Umsækjandi/tengiliðir; hér er hægt að skrá nýja tengiliði fyrir umsækjanda og breyta upplýsingum núverandi tengiliða umsækjanda.
- Viðbótarupplýsingar; hér er hægt að skrá viðbótarupplýsingar umsóknar og breyta því sem skráð hefur verið.
- Staða umsóknar; setjið umsóknina í stöðuna „Í mati“ þegar matið hefst.
- Þjónustuþörf; þegar þjónustumatinu er lokið veljið þá þjónustuþörf sem umsækjandinn er metinn hafa.
- Þjónustuþættir; þegar þjónustumatinu er lokið og metið er að umsækjandi á rétt á heimaþjónustu þá eru þeir þjónustuþættir og tíðni þeirra skráð í umsóknina ásamt hvaða vakt á að sinna hverjum þjónustuþætti. Ef t.d. tvær vaktir þurfa að sinna sama þjónustu-þættinum er hann skráður tvisvar sinnum þ.e. fyrir hvora vakt fyrir sig.
- Umsón hafnað; ef umsókn er hafnað þá er viðeigandi aðgerð valin.
- Umsókn samþykkt; ef umsókn er samþykkt þá er viðeigandi aðgerð valin. Við að samþykkja umsókn stofnast sjálfkrafa þjónustusamningur fyrir umsóknina.
Af ofangreindum ellefu liðum er nauðsynlegt að framkvæma þá sem eru feitletraðir en aðra ekki, þó er nauðsynlegt að annað hvort hafna eða samþykkja allar umsóknir.
Add Comment