Uppgjörsskýrslur
Hópa- og samningskerfis
Þegar þessi aðgerð er valin birtist skjámyndin hér til hliðar, þar má sjá öll tímabil sem uppgjör hefur verið framkvæmt fyrir. Hægt er að skoða hvert þeirra með með því að smella á viðkomandi uppgjörstímabil með músinni sem skoða á.
Ákveðið uppgjörstímabil valið
Eftir að uppgjörstímabil hefur verið valið birtist viðkomandi uppgjör sundurliðaða á hvern „viðskiptavin“ þar sem fram kemur heildarfjöldi aðsókna, en aðeins þeir viðskiptavinir sem notandi hefur aðgang að birtast.
Hér er hægt að fá aðsóknina sundurliðaða fyrir hvern viðskiptavin annars vegar á sundlaugar þ.e. þjónustustaði sem aðsóknir tilheyra og hins vegar á samninga þ.e. þá starfsstöð sem notendur þjónustunnar tilheyra – sjá skjámyndina hér til hliðar.
Samningar valdir (starfsstöðvar)
Ef samningar eru valdir þá birtist listi yfir samninga og fjöldi aðsókna fyrir valið tímabil pr. samning.
Hægt er að velja tiltekinn samning með því að smella á hann með músinni, við það birtist listi yfir notendur þjónustunnar sem tilheyra viðkomandi samninga (starfsstöð) ásamt fjölda aðsókna hvers starfsmanns - sjá skjámynd nr. 2 hér til hliðar.
Sundlaugar valdar (þjónustustaðir)
Ef sundlaugar eru valdir þá birtist listi yfir sundlaugar og fjöldi aðsókna fyrir valið tímabil pr. sundlaug - sjá skjámyndina hér til hliðar.
Hægt er að velja tiltekna sundlaug með því að smella á hana með músinni, við það birtist listi yfir notendur þjónustunnar hjá viðkomandi sundlaug (þjónustustað) ásamt fjölda aðsókna pr. notanda - sjá skjámynd nr. 2 hér til hliðar.