/
Vagnstjórar

Vagnstjórar

Ræsa tölvubúnað

Gott er að ræsa tölvubúnað 5-10 mínútum fyrir akstur og sannreyna hvort eftirfarandi búnaður virki: Kortalesari, netsamband og gps.

Ekki slökkva á tölvu í akstri

Ekki slökkva á tölvu í akstri því þá hætta að berast upplýsingar m.a. hvar vagninn er.

Ef ástæðan er truflanir í útvarpi þá er nauðsynlegt að kanna hvort búið sé að spreyja einangrunarspreyi innan í skjáboxið. 

Ef slökkt þá að kveikja aftur eins fljótt og hægt er, innskrá sig aftur og velja að halda leiðinni áfram (sjá mynd hér að neðan).

Röng biðstöð

Ef GPS hnit næst ekki og rétt biðstöð birtist ekki í kerfinu þá er nauðsynlegt að vagnstjóri velji handvirkt rétta biðstöð áður en farþegar skrá sig inn þannig að innstigin skráist á rétta biðstöð.

Endastöð - ferð lokið

Þegar vagn kemur á endastöð leiðar birtist skjámynd með fyrirsögninni „Vagninn er kominn á leiðarenda“ (sjá hér að neðan) og upplýsingar um klukkan hvað ferðin hófst og endaði. Hér þarf vagnstjóri að velja annað hvort Ný leið ef hann á að halda akstri áfram, eða Hætta keyrslu ef enginn frekari akstur er í dag eða er síðar í dag.

Ef GPS hnit finnst ekki á endastöð þá birtist skjámyndin ekki nauðsynlegt er að vagnstjóri velji þá handvirkt endastöðina og við það birtist skjámyndin og vagnstjóri velur Nýja leið eða Hætta keyrslu.

Höfnun / Afgreiða pakka

Ef farþegi fær höfnun á kortið sitt, „Engir gildir miðar á korti“ en farþegi telur að hann eigi að eiga gilda miða þá er rétt að vagnstjóri kanni hvort korthafinn eigi óafgeiddan pakka og afgreiða hann ef svo er.  Sjá skjámynd hér að neðan.

Við að afgreiða pakka getur verið settur nýr miði á kortið en innstigsfærsla er ekki mynduð og því nauðsynlegt að korthafi beri kortið sitt aftur að lesaranum til að sannreyna hvort kortið innihaldi nú gildan miða, ef svo er þá fæst heimild og innstigsfærsla er mynduð.

          

Höfnun „Ekki hægt að nota svæðamiða...“ 

Ef þessi höfnun kemur upp þá er ástæða þess að Fjarðakort farþega inniheldur svæðamiða sem gildir annað hvort ekki frá þessari biðstöð eða ekki á valinn áfangastað.  Því þarf vagnstjóri að kanna hvort biðstöð samkvæmt tölvukerfinu stemmi við biðstöðina sem hann er staddur á, ef ekki þá þarf hann að leiðrétta biðstöðina handvirkt. Einnig þarf hann að kanna hvort valinn áfangastaður sé réttur, ef ekki þá þarf hann að velja réttan áfangastað. Að því loknu þarf farþegi að bera kortið sitt aftur að kortalesaranum til að sannreyna hvort svæðamiði hans gildi fyrir valda biðstöð og áfangastað.