Unnið er með fjarveru í verkáætlun.
- Ef heimaliði er veikur eða fjarverandi einhverra hluta vegna er mikilvægt að skrá hann fjarverandi í CareOn þannig að heimsóknir sem hann á að sinna á fjarverutíma auðkennast í rauðum lit. Veljið hnappinn [Bæta við fjarveru] samkvæmt myndinni hér til hliðar, við það birtist myndin hér að neðan.
| |
- Byrjað er á að velja þann heimaliða sem er fjarverandi úr fellilista og ástæðu fjarveru hans.
- Veljið frá og til dags, ath. ekki er hægt að velja dag aftur í tímann. Fjarverutími getur verið einn eða fleiri dagar.
- Sjálfvalið er að fjarvera sé fullur dagur þ.e. ekki hluta úr degi.
- Þegar búið er að velja ofangreint verður græni hnappurinn Bæta við virkur og hægt er að skrá fjarveruna.
- Einnig er hægt að skrá valfrjálsan texta í athugasemdadálkinn neðst.
| |
- Einnig er hægt að skrá fjarveru sem hluta úr degi, þá þarf að setja [Nei] í Fullur dagur.
- Sjá dæmi á myndinni hér til hliðar þ.e. heimaliði verður fjarverandi á námskeiði í 3 vikur og mætir því aðeins eftir hádegi á þeim tíma.
- Einnig er hægt að skrá fjarveru í t.d. 2 klst. ef heimaliði þarf að skreppa til læknis, þá er dagsetning frá og til sú sama og tíminn t.d. 13:30-15:30.
| |