Verkáætlun

HvaðMyndir

Efnisyfirlit 

  • Mismunandi tímalengd dagatals
  • Mismunandi nákvæmni í dagatalinu
  • Stillingar dagatals
  • Takmarka birtingu


Mismunandi tímalengd dagatals

  • Hægt er að velja um mismunandi tímalengd í dagatalinu með því að velja hnappana hér til hægri:
    • Mánuður: Þegar þetta er valið þá birtast allir dagar valins mánaðar í dagatalinu. Hægt er að fletta aftur um einn mánuð með hnappinum << og fram um einn mánuð með >>. Ef annar mánuður en líðandi mánuður er valinn er hægt að kalla fram líðandi mánuð með því að velja hnappinn Í dag á milli hnappanna << og >>. 
    • Vika: Þegar þetta er valið þá birtast allir dagar valinnar viku í dagatalinu. Hægt er að fletta aftur um eina viku með hnappinum << og fram um eina viku með >>. Sama hér ef önnur vika en líðandi vika er valinn er hægt að kalla fram líðandi viku með því að velja hnappinn Í dag á milli hnappanna << og >>. 
    • Dagur: Þegar þetta er valið þá birtist aðeins einn ákveðinn dagur. Hægt er að fletta milli daga með hnöppunum << og >>. Hægt er að birta daginn í dag með því að velja hnappinn Í dag á milli hnappanna << og >>

Tímalengdir:




Með þessum hnöððum er hægt að fletta fram og til baka í dagatalinu:


Mismunandi nákvæmni í dagatalinu

  • Hægt er að velja um mismunandi nákvæmni í dagatalinu þ.e. með því að velja hnappan hér til hliðar er hægt að velja á milli 5, 15 og 30 mín. tímaramma, þetta á aðeins við um viku- og dagsdagatalið þ.e. á ekki við um mánaðardagatalið.
  • Einnig er hægt að velja hvort dagatalið eigi að birta tíma samkvæmt valinni vakt eða birta 24 klst. dagatal. Hægt er að víxla á milli með því að velja hnappana hér til hliðar þ.e. Sýna 24 klst og Sýna vakt.


Stillingar dagatals

  • Hér má sjá nánari upplýsingar um þjónustuþega:  skoða


Takmarka birtingu

  • Hér er hægt að takmarka hvaða heimsóknir eiga að birtast í dagatalinu við neðangreind atriði. Ath. aðeins heimsóknir sem tilheyra því hverfi sem valið er birtast, hverfið birtist í rauðu línunni efst til hægri við hliðina á nafni þínu.
    • Vakt: Hér er hægt að velja ákveðna vakt og birtast þá aðeins þær heimsóknir sem skráðar eru á viðkomandi vakt. Aðeins er hægt að velja vakt sem tengjast því hverfi sem valið er.
    • Heimaliði: Hér er hægt að velja ákveðinn heimaliða sem skráður er á það hverfi sem valið er, við það birtast aðeins heimsóknir á viðkomandi heimaliða. Nú birtast allar heimsóknir á heimaliðann óháð hvaða hverfi þær eru skráðar á, þ.e. þó svo hverfið sé annað en það sem valið er í verkáætluninni.
    • Þjónustuþegi: Hér er hægt að velja einn tiltekinn þjónustuþega og birtast þá aðeins heimsóknir til hans fyrir það hverfi sem valið er.
    • Þjónustuþörf: Hér er birtist listi yfir allar þjónustuþafir sem sveitarfélagið notar og hægt er að velja að birta aðeins heimsóknir með eina tiltekna þjónustuþörf.
  • Hægt er að takmarka birtingu samtímis við eitt eða fleiri atrið hér að ofan, aðeins heimsóknir birtast sem uppfylla öll valin skilyrði.
  • Ef búið er að takmarka birtingu þá er hægt að fjarlægja takmörkunina með því að velja bláa hnappinn fyrir aftan viðkomandi línu.
  • Einnig er hægt að velja:

    • Sía á óráðstafað? Þegar er sett við þennan lið þá birtast aðeins heimsóknir sem enginn heimaliði er skráður á.
    • Birta óvirka samninga? Þegar er sett við þennan lið birtast einnig allar heimsóknir sem tilheyra þjónustusamningum sem eru óvirkir.
  • Takmark birtingu við úthlutun heimsókna ákveðinnar fjarveru virkar öðruvísi:
    • Vakt, Heimaliði, Sía á óráðstafað og Birta/sía árekstra hefur áhrif á birtingu annarra heimsókna en verið er að úthluta.
    • Þjónustuþegi og þjónustuþörf hefur aðeins áhrif á birtingu þeirra heimsókna sem verið er að úthluta.

Tímalengdir: