Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Keyrslumynd er mikilvægasta skjámynd þessa hugbúnaðar. Þar mun vagnstjóri eyða mestum tíma í hugbúnaðinum.

Í þessu skjali:

Table of Contents


Upphaf

Eftir að leið hefur verið valin reynir kerfið að finna næstu biðstöð eftir gps hniti, ef ekkert gps hnit næst og kerfið getur ekki fundið biðstöð birtist myndin hér til hliðar þar sem vagnstjóri þarf handvirkt að velja fyrstu/næstu biðstöð.  Ef kerfið finnur biðstöð áður en vagnstjóri hefur valið biðstöð þá hverfur myndinn og keyrslumyndin hér fyrir neðan birtist.


Aðalskjár keyrslumyndar 

Sjá Keyrslumyndina hér til hliðar, efst í henni birtist sú leið sem valin hefur verið, í línunni þar fyrir neðan birtist áfangastaður sem síðast var valinn, í línunni með textanum „Tilbúin til notkunar“ birtist heiti miða sem notaður var síðast ásamt gildistíma hans eða heiti takka ef síðasti farþegi notaði ekki CTS kort.

Þar fyrir neðan til hægri birtist heiti á núverandi eða næstu biðstöð, í þessu tilviki næsta: Kringlan.

Þar fyrir neðan til hægri birtist núverandi svæði/áfangastaður, í þessu tilviki: Reykjavík.

 


Takkar

Ef Takkar hafa verið skilgreindir fyrir aðsókn án CTS korta, t.d. fyrir staðgreiðslu birtast þeir í neðstu línunni eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Aðeins þarf að ýta einu sinni t.d. á hnappinn [Staðgreitt] þá er mynduð innstigsfærsla fyrir staðgreitt. Aðeins eru birtir fjórir hnappar, ef þeir eru fleiri er hægt að birta þá alla með því að velja hnappinn [Allir], sjá myndina hér til hægri.

Ath. ekki þarf að ýta fast á skjáinn og alls ekki með oddhvössum hlut.


Hætta akstri

Ef akstri er lokið ber vagnstjóri kortið sitt að kortalesaranum og birtist þá staðfestingargluggi til að staðfesta að bílstjóri vilji ljúka ferð og skrá sig út.

Ef valið er [] þá eru öll gögn send ásamt Cts færslum. Á meðan sendingu stendur er upplýsingagluggi sem birtir framvindu þess. Þegar sendingu er lokið er í boði að velja [Áfram] og er þá farið aftur í Grunnmynd og ef ekkert er gert þá eftir 5 sekúndur yfir í Innskráningarmynd.

 


Breyta um leið

Ef breyta á um leið þarf bílstjóri aðeins að ýta á heitið á leiðinni, við það birtist listi yfir leiðir sem stofnaðar hafa verið í kerfinu (sjá hér til hægri) og hægt er að velja eina úr listanum með því að smella á hana með fingrinum. Hægt er að kalla fram fleiri leiðir með því að velja hnappinn [Næsta].

Þegar ný leið hefur verið valin birtist heiti hennar í Keyrslumyndinni.

 

Info
titleBreyta leið
Ath. að breyta um leið mun ljúka ferð og hefja nýja.


Núverandi stöð, næsta stöð

Á keyrslumyndinni er hægt að sjá á hvaða stöð vagninn er staddur á og milli hvaða svæða er verið að fara. Þessar upplýsingar má finna neðarlega hægra meginn á skjánum.

Annaðhvort kemur heiti á einni biðstöð eins og sjá má á fyrri myndinni eða heiti á tveimur biðstöðvum eins og sést á seinni myndinni þ.e. frá biðstöð og til biðstöðvar. Sjá gula svæðið á báðum mynunum hér til hliðar.

Línan fyrir neðan heiti biðstöðva sýnir á milli (eða innan) hvaða gjaldsvæða er verið að aka, þ.e. „Frá {Upprunasvæði} til {Áfangasvæði}, í þessu tilviki „Zone2“.

Ef nafn á einni biðstöð er birt þá er vagninn á viðkomandi stöð en ef nafn á tveimur biðstöðvum birtast þá merkir það að vagninn er lagður af stað frá fyrri biðstöðinni og er á leið á næstu biðstöð sem er í þessu tilviki „Elko-Grensás“ en fyrri biðstöðin er „Elko“.

 


Breyta um áfangastað

Ef breyta á um áfangastað þarf bílstjóri aðeins að ýta á heitið á áfangastaðnum, við það birtist listi yfir áfangastaði, hægt er að velja [Næsta] til að birta fleiri áfangastaði. Þegar nýr áfangastaður hefur verið valin birtist heiti hans í Keyrslu-myndinni.

Eins og komið hefur fram í Stjórnhlutanum geta miðar verið merktir að spyrja eigi um áfangastað, ef slíkur miði er á CTS korti farþega birtist sjálfkrafa listi yfir áfangastaði og bílstjóri þarf að velja viðeigandi áfangastað sem farþegi ætlar á. Að því loknu þarf farþeginn að bera CTS kortið sitt aftur að kortalesaranum.  Ástæða fyrir þessu er að áfangastaðurinn hefur áhrif á gjaldtökuna t.d. ef Farmiði 10 skipti er á kortinu þá er inneignin lækkuð um mismörg skipti eftir hvaða áfangastaður er valinn.


Skipta um birtustig á skjá

Þegar dimmt er úti getur lýsing frá skjá verið truflandi fyrir bílstjóra vegna mikillar birtu frá skjánum.

 

Hægt er að

breyta birtustiginu í skjánum  Við það skiptir skjárinn yfir í næturliti, sjá hér til hliðar.

En með því að smella aftur á skjáinn utan allra hnappa  skiptir skjárinn aftur yfir í dagsliti, sjá hér til hliðar.

Hægt er að gera skjáinn allveg svartan með því að smella hnappinn [Dimma]. Til að fara úr svarta haminum er svo ýtt hvar sem er á skjáinn.

Einnig er hægt að skipta yfir í næturliti með því að ýta á CTS lógóið upp í hægra horni skjásins.


Leiðrétta biðstöð

Ef gps tæki nær ekki hnitum finnur kerfið ekki nýja biðstöð og getur vagnstjóri þá þurft að breyta um biðstöð handvirkt til að trygga að innstig séu skráð á rétta stöð og að rétt magn miða sé tekið af kortum.

Til að handvelja stöð er hægt að smella á gula svæðið sem má sjá á myndini hér til hægri með textanum „Elko -> Grensás“.

Við það birtist skjámyndin hér fyrir neðan með fyrirsögn „Handvelja stoppustöð“ og lista yfir þær biðstöðvar sem eru á valinni leið.  Vagnstjóri velur síðan rétta viðstöð með því að ýta á nafn hennar eða velja hnappinn [Næsta] til að birta fleiri biðstöðvar.

Þegar biðstöð hefur verið valin birtist keyrslumyndin aftur.

Image AddedImage Added


Ljúka ferð

Kerfið heldur utan um hverja ferð, þannig að ef sama leið er ekin oftar en einu sinni sama dag er vitað hvaða innstig tilheyra hverri ferð. Kerfið veit hvaða biðstöð er endastöð fyrir hverja leið og eðlilega eru engin innstig á endastöð viðkomandi leiðar (ferðar) þ.e. endastöð einnar ferðar er upphafsstöð næstu ferðar (leiðar) því eiga innstig á þeirri biðstöð að tilheyra nýrri ferð/leið.

Því birtir kerfið þessa skjámynd þegar komið er að endastöð og mikilvægt er að vagnstjóri velji annað hvort að hætta akstri eða nýja leið. Í báðum tilvikum eru uppsöfnum gögn send í miðlægan gagnagrunn Curron og því mikilvægt að velja.

Í báðum tilvikum líkur einnig viðkomandi ferð en ef ný leið er valin þá hefst ný ferð fyrir valda leið.

Info

Mikilvæg er að bílstjórar ljúki ferð, annaðhvort með að skrá sig út með bílstjórakorti eða með því að keyra inn í radíus seinustu stöðvar leiðar.

Image Added


Aðsókn með CTS korti

Aðsókn með CTS korti er mynduð þegar CTS kort með gildum miða er borið upp að kortalesara. Hægt er að skilgreina fyrir ferðir milli gjaldsvæða hvaða miðar gilda, hversu marga miða þarf og hvort rafrænn skiptimiði er myndaður á CTS kort farþega og hve lengi hann á að gilda. Einnig er hægt að skilgreina hvort spurt sé um áfangastað þegar kort með ákveðnum miðum er borið að kortalesara, allt eftir óskum viðskiptavina.

Þegar kort er borið upp að kortalesara geta komið margvísleg skilaboð. Ef skilaboðin eru með grænum bakgrunn þá hefur miðinn verið samþykktur og aðsóknarfærsla verið mynduð, ef þau eru rauð þá hefur kortinu verið hafnað og höfnunarfærsla verið mynduð. Ef miði er skilgreindur svo að spyrja skuli um áfangastað kemur upp valmynd eins og sjá má í kaflanum [Breyta um Áfangastað]. Þá skal velja áfangastað og bera kort aftur upp að lesara.

Info

Eftir að áfangastaður hefur verið valinn mun á miðri Keyrslumynd vera skilaboð til að minna bílstjóra á að biðja farþega um að setja kort aftur á lesara til að taka miða af korti.

Möguleg aðsóknar skilaboð

Möguleg skilaboð eru eftirfarandi:

    • {Miði} {Upprunasvæði} – {Áfangasvæði}
      • T.d Skiptimiði Egilsstaðir – Reyðarfjörður. Þessi skilaboð koma upp þegar gildur skiptimiði er notaður.
    • Notaði {X} skipti af {Miði}. Inneign nú {Y}
      • T.d. Notaði 1 skipti af Skiptamiði. Inneign nú 19. Þessi skilaboð koma þegar gildur skiptamiði er notaður.
    • {Miði}
      • T.d. Alcoa samningsmiði. Kemur þegar gildur svæða eða samningsmiði er notaður.

Möguleg höfnunar skilaboð

Möguleg höfnunar skilaboð eru eftirfarandi:

    • Engir gildir miðar á korti
      • Kemur þegar engir gildir miðar finnast á kortinu að völdum áfangastað.
    • Óþekktur miði
      • Kemur þegar allir miðar á korti eru óþekktir.
    • Kortasnið óþekkt
      • Getur komið ef kort fer úr sviði áður en lestur þess er lokið eða ef að kortið er ekki CTS kort. Gott er að reyna aftur með því að bera kort að kortalesara ef þessi skilaboð birtast.
    • Gildistími ekki hafinn. {Miði} gildir frá og með {Gildistími} 
      • Kemur ef gildistími miða á korti er ekki hafinn og enginn annar gildur miði er á kortinu.
    • Kortið er útrunnið
      • Kemur ef gildistími kortsins sjálfs er útrunnið.
    • Kortinu hefur verið lokað
      • Kemur ef kortinu hefur verið lokað sem er gert ef Curron berst beiðni um að loka kortinu t.d. ef það hefur týnst.
    • Kortið var nýlega notað
      • Kemur ef kort hefur nýlega verið notað þ.e. kortið var notað í þessum vagni fyrir innan við 5 mínútum. Ekki er hægt að nota kortið í sama vagni oftar en einu sinni nema minnst 5 mínútur séu frá fyrri notkun. Tilgangur þessa er að koma í veg fyrir mögulega misnotkun.
    • Ekki hægt að nota {Miði} hérna. Gildir á leið {Leiðarnafn}
      • Kemur þegar reynt er að nota svæðamiða sem gildir ekki frá núverandi biðstöð á valinn áfangastað. Hér er {Leiðarnafn} listi af gildum svæðum sem viðkomandi miði gildir á.
    • Ekki hægt að nota {Miði} héðan. Gildir á {X}
      • Kemur þegar reynt er að nota svæðamiða frá svæði sem svæðamiðinn gildir ekki á. Hér er {Leiðarnafn} listi af gildum svæðum sem viðkomandi miði gildir á.
    • Gat ekki unnið með kort
      • Kemur ef ekki tekst að vinna með kort t.a.m. lækka inneign við notkun skiptamiða. Hugsanlega hefur kortið verið haldið of stuttan tíma að kortalesaranum, gott að reyna aftur.
    • Óþekktur samningur {númer samnings}
      • Kemur ef kort inniheldur samningsmiða með óþekktum samningi og enga aðra gilda miða.
    • Ónóg inneign á {Miði} ferðin kostar {VERÐ} en inneign er {INNEIGNSAMTALS}
      • Kemur ef kort inniheldur skiptamiða með ónógri inneign og enga aðra gilda miða.
    • {Miði} rann út {Dagsetning}
      • Kemur ef kort inniheldur útrunninn miða og enga aðra gilda miða, þ.e. gildistími miðans er útrunninn.  Ath. allir rafrænir miðar hafa gildistíma, einnig skiptamiðar.
    • {Miði} er ekki gildur á leið
      • Kemur ef reynt er að nota miða sem ekki er skilgreindur í gjaldsvæðareglu milli núverandi valinna svæða.

Aðsókn án CTS korts / Takkar

Hægt er að stofna einn eða fleiri hnappa fyrir farþega sem ekki nota CTS kort. Tilgangur þessa er að halda utan um alla notkun þessa hóps, jafnframt er hægt að láta kerfið birta verð fyrir staðgreiðslu. Verðið getur verið breytilegt eftir áfangastað farþega.

Hægt er að stýra birtingu takka eftir hvort leið er innan sama gjaldsvæðis eða milli tiltekinna gjaldsvæða.

Á meðfylgjandi mynd hefur verið ýtt á takkan [Fullorðnir stgr.] og birtast þá græn skilaboð „Fullorðnir stgr. 1750 kr“ ásamt því að aðsóknarfærsla hefur verið mynduð.

Takkar birtast á neðstu línu í Keyrslumynd. Allt að fjórir takkar. Ef fleiri eru skilgreindir mun seinast takkinn heita [Allir] og ef smellt er á hann birtist nýr skjár með öllum skilgreindum tökkum.

Image Added


Notkunarsaga

Vagnhlutinn heldur utan um 100 síðustu aðsóknarfærslur og er hægt að skoða þær.

Til að gera það þarf að smella á miðjuhluta Keyrslumyndar, þar sem stendur „Tilbúin til notkunar“ á skjámyndunum hér á undan.

Við skoðun birtist fyrir hverja aðsóknarfærslu tími, miði sem notaður var og kortanúmer, ef takkar notaðir þá aðeins tími og heiti/skýringartexti hnapps.

Hér er hægt er að fletta fram og til baka með hnöppunum [<] til baka og [>] áfram, einnig er hægt að kanna hvort CTS kort hafi verið notað nýlega með því að bera það að kortalesara, við það leitar forritið að aðsóknarfærslu sem tengist kortinu og birtir ef færsla finnst.

Image Added


Hleðslur

Til að korthafi geti notað rafrænan farmiða verður miðinn að vera vistaður á kortið hans.  Í sumum tilvikum getur korthafi verið búinn að kaupa farmiða eða honum verð úthlutað farmiða en miðinn er ekki ennþá kominn á CTS kortið hans.  Dæmi um þetta er t.d. þegar korthafi kaupir farmiða í vefverslun þá verður til „hleðsla“ í miðlægum gagnagrunni CTS kerfisins sem segir að viðkomandi farmiði eigi að fara á tiltekið CTS kort, fyrr getur korthafinn ekki notað farmiðann. Þannig að þegar viðkomandi kemur í strætisvagn þá er farmiðinn ekki kominn á kortið hans og hann fær ekki aðgang, en þá getur hann upplýst vagnstjóra um að hann eigi hleðslu á kortið sitt. Vagnstjóri ýtir á hnappinn [Hleðslur] á keyrslumynd og skilaboð birtast um að setja kort í lesarann.

Image Added

Við að setja kortið í lesarann tengist vagntölvan miðlægum gagnagrunni CTS og kannar hvort viðkomandi kort eigi hleðslu. Ef ekki þá birtist viðeigandi athugasemd og enginn miði er settur á kortið.

Image Added

Ef aftur á móti er til hleðsla á kortið þá er hleðslan afgreitt þ.e. miðar samkvæmt hleðslunni eru settir á kortið, og viðeigandi upplýsingar birtast – sjá mynd til hægri.

Þegar hleðslunni er lokið fjarlægir farþeginn kortið sitt úr lesaranum og vagnstjóri velur hnappinn [Loka].

Image Added

Ef kort er í lesara þegar ýtt var á [Loka] á seinustu mynd hér að ofan birtist myndin hér til hægri. Þetta er til þess að koma í veg fyrir að miði sé ekki tekinn strax af korti ef það var ekki ætlunin.

Info

Mikilvægt er að farþeginn beri kortið sitt aftur að kortalesaranum, við það er farmiðinn notaður og innstigsfærsla mynduð.

Image Added


Teljari

Teljari birtist vinstra megin, allveg út í brún, u.þ.b. fyrir miðjum ská á keyrslumynd.

Í hvert skipti sem kort er notað við innstig þá hækkar þessi tala um 1, hún hækkar einnig um 1 í hvert skipti sem innstigshnappur er valinn þ.e. „Staðgreitt“, „Miði“ og „Eldra kort“.

Þannig að þessi tala sýnir hversu margir farþegar hafa komið inn í vagninn, óháð hverjir hafa farið út úr vagninum.  Síðan getur vagnstjóri sett teljarann aftur á 0 með því að ýta á takkann, þ.e. teljarann, og hefst þá talningin aftur á 0.



Útskráning / Hætta

Þegar vagnstjóri hættir notkun á kerfinu þá þarf hann aðeins að bera CTS kortið sitt að kortalesaranum, við það birtist þessi skjámynd og notandi getur valið „Já“ til að hætta eða „Nei“ til að hætta við að hætta.

Þegar lokið er við ferð kannar forritið hvort eftir er að senda notkunarfærslur í miðlægan gagnagrunn CTS.  Ef svo er þá eru gögnin send (sjá viðkomandi aðgerð), að því loknu getur hann slökkt á tölvunni.

Image Added