Upphaf
Aðalskjár keyrslumyndar
Takkar
Hætta akstri
Breyta um leið
Núverandi stöð, næsta stöð
Breyta um áfangastað
Skipta um birtustig á skjá
Þegar dimmt er úti getur lýsing frá skjá verið truflandi fyrir bílstjóra vegna mikillar birtu frá skjánum.
Leiðrétta biðstöð
Ljúka ferð
Aðsókn með CTS korti
Aðsókn með CTS korti er mynduð þegar CTS kort með gildum miða er borið upp að kortalesara. Hægt er að skilgreina fyrir ferðir milli gjaldsvæða hvaða miðar gilda, hversu marga miða þarf og hvort rafrænn skiptimiði er myndaður á CTS kort farþega og hve lengi hann á að gilda. Einnig er hægt að skilgreina hvort spurt sé um áfangastað þegar kort með ákveðnum miðum er borið að kortalesara, allt eftir óskum viðskiptavina.
Þegar kort er borið upp að kortalesara geta komið margvísleg skilaboð. Ef skilaboðin eru með grænum bakgrunn þá hefur miðinn verið samþykktur og aðsóknarfærsla verið mynduð, ef þau eru rauð þá hefur kortinu verið hafnað og höfnunarfærsla verið mynduð. Ef miði er skilgreindur svo að spyrja skuli um áfangastað kemur upp valmynd eins og sjá má í kaflanum [Breyta um Áfangastað]. Þá skal velja áfangastað og bera kort aftur upp að lesara.
Info |
---|
Eftir að áfangastaður hefur verið valinn mun á miðri Keyrslumynd vera skilaboð til að minna bílstjóra á að biðja farþega um að setja kort aftur á lesara til að taka miða af korti. |
Möguleg aðsóknar skilaboð
Möguleg skilaboð eru eftirfarandi:
- {Miði} {Upprunasvæði} – {Áfangasvæði}
- T.d Skiptimiði Egilsstaðir – Reyðarfjörður. Þessi skilaboð koma upp þegar gildur skiptimiði er notaður.
- {Miði} {Upprunasvæði} – {Áfangasvæði}
- Notaði {X} skipti af {Miði}. Inneign nú {Y}
- T.d. Notaði 1 skipti af Skiptamiði. Inneign nú 19. Þessi skilaboð koma þegar gildur skiptamiði er notaður.
- Notaði {X} skipti af {Miði}. Inneign nú {Y}
- {Miði}
- T.d. Alcoa samningsmiði. Kemur þegar gildur svæða eða samningsmiði er notaður.
- {Miði}
Möguleg höfnunar skilaboð
Möguleg höfnunar skilaboð eru eftirfarandi:
- Engir gildir miðar á korti
- Kemur þegar engir gildir miðar finnast á kortinu að völdum áfangastað.
- Engir gildir miðar á korti
- Óþekktur miði
- Kemur þegar allir miðar á korti eru óþekktir.
- Óþekktur miði
- Kortasnið óþekkt
- Getur komið ef kort fer úr sviði áður en lestur þess er lokið eða ef að kortið er ekki CTS kort. Gott er að reyna aftur með því að bera kort að kortalesara ef þessi skilaboð birtast.
- Kortasnið óþekkt
- Gildistími ekki hafinn. {Miði} gildir frá og með {Gildistími}
- Kemur ef gildistími miða á korti er ekki hafinn og enginn annar gildur miði er á kortinu.
- Gildistími ekki hafinn. {Miði} gildir frá og með {Gildistími}
- Kortið er útrunnið
- Kemur ef gildistími kortsins sjálfs er útrunnið.
- Kortið er útrunnið
- Kortinu hefur verið lokað
- Kemur ef kortinu hefur verið lokað sem er gert ef Curron berst beiðni um að loka kortinu t.d. ef það hefur týnst.
- Kortinu hefur verið lokað
- Kortið var nýlega notað
- Kemur ef kort hefur nýlega verið notað þ.e. kortið var notað í þessum vagni fyrir innan við 5 mínútum. Ekki er hægt að nota kortið í sama vagni oftar en einu sinni nema minnst 5 mínútur séu frá fyrri notkun. Tilgangur þessa er að koma í veg fyrir mögulega misnotkun.
- Kortið var nýlega notað
- Ekki hægt að nota {Miði} hérna. Gildir á leið {
X- Leiðarnafn}
- Kemur þegar reynt er að nota svæðamiða sem gildir ekki frá núverandi biðstöð á valinn áfangastað. Hér er {
X- Leiðarnafn}
- Leiðarnafn} listi af gildum svæðum sem viðkomandi miði gildir á.
- Ekki hægt að nota {Miði} héðan. Gildir á {X}
- Kemur þegar reynt er að nota svæðamiða
yfir á - Ekki hægt að nota {Miði} héðan. Gildir á {X}
- frá svæði sem svæðamiðinn gildir ekki á. Hér er {
X- Leiðarnafn} listi af gildum svæðum sem viðkomandi miði gildir á.
- Gat ekki unnið með kort
- Kemur ef ekki tekst að vinna með kort t.a.m. lækka inneign við notkun skiptamiða. Hugsanlega hefur kortið verið haldið of stuttan tíma að kortalesaranum, gott að reyna aftur.
- Gat ekki unnið með kort
- Óþekktur samningur {númer samnings}
- Kemur ef kort inniheldur samningsmiða með óþekktum samningi og enga aðra gilda miða.
- Óþekktur samningur {númer samnings}
- Ónóg inneign á {Miði} ferðin kostar {VERÐ} en inneign er {INNEIGNSAMTALS}
- Kemur ef kort inniheldur skiptamiða með ónógri inneign og enga aðra gilda miða.
- Ónóg inneign á {Miði} ferðin kostar {VERÐ} en inneign er {INNEIGNSAMTALS}
- {Miði} rann út {Dagsetning}
- Kemur ef kort inniheldur útrunninn miða og enga aðra gilda miða, þ.e. gildistími miðans er útrunninn. Ath. allir rafrænir miðar hafa gildistíma, einnig skiptamiðar.
- {Miði} er ekki gildur á leið
- Kemur ef reynt er að nota miða sem ekki er skilgreindur í gjaldsvæðareglu milli núverandi valinna svæða.
- {Miði} rann út {Dagsetning}
Aðsókn án CTS korts / Takkar
Hægt er að stofna einn eða fleiri hnappa fyrir farþega sem ekki nota CTS kort. Tilgangur þessa er að halda utan um alla notkun þessa hóps, jafnframt er hægt að láta kerfið birta verð fyrir staðgreiðslu. Verðið getur verið breytilegt eftir áfangastað farþega.
Hægt er að stýra birtingu takka eftir hvort leið er innan sama gjaldsvæðis eða milli tiltekinna gjaldsvæða.
Á meðfylgjandi mynd hefur verið ýtt á takkan [Fullorðnir stgr.] og birtast þá græn skilaboð „Fullorðnir stgr. 1750 kr“ ásamt því að aðsóknarfærsla hefur verið mynduð.
Takkar birtast á neðstu línu í Keyrslumynd. Allt að fjórir takkar. Ef fleiri eru skilgreindir mun seinast takkinn heita [Allir] og ef smellt er á hann birtist nýr skjár með öllum skilgreindum tökkum.
Notkunarsaga
Hleðslur
Teljari
Teljari birtist vinstra megin, allveg út í brún, u.þ.b. fyrir miðjum ská á keyrslumynd.
Í hvert skipti sem kort er notað við innstig þá hækkar þessi tala um 1, hún hækkar einnig um 1 í hvert skipti sem innstigshnappur er valinn þ.e. „Staðgreitt“, „Miði“ og „Eldra kort“.
Þannig að þessi tala sýnir hversu margir farþegar hafa komið inn í vagninn, óháð hverjir hafa farið út úr vagninum. Síðan getur vagnstjóri sett teljarann aftur á 0 með því að ýta á takkann, þ.e. teljarann, og hefst þá talningin aftur á 0.