Þegar kveikt er á vagntölvunni birtist sjálfkrafa valmyndin hér að neðan; sem inniheldur 4 hnappa/aðgerðir sem notandi getur valið.
Tilgangur og virkni hverrar aðgerðar er eftirfarandi:
[Ræsa]: Þennan hnapp þarf bílstjóri að velja til að ræsa Vagnhluta kerfisins.
[Uppfæra]: Þessi hnappur er valinn ef útgáfa Vagnhlutans er gömul þ.e. nýrri útgáfa er til miðlægt hjá Curron. Við að velja hnappinn sækir ræsiforritið nýjustu útgáfu af Vagnhluta kerfisins og vistar á tölvuna; við næstu ræsingu er sú útgáfa ræst.
[Setja sjálfvirkt]: Stýrikerfi tölvunar eru send skilaboð um að ræsa skuli þennan hugbúnað sjálfvirkt í hvert skipti sem kveikt er á tölvunni.
[Setja réttan tíma]: Mögulegt er að dagsetning tölvunnar sé röng, t.d. ef hún er eldri en 2015 þá sækir ræsiforritið sjálfkrafa rétta dagsetningu á netþjón CTS. Til að það takist verður forritið að ná netsambandi, ef það næst ekki þá er dagsetning ennþá röng. Með því að velja hnappinn reynir forrið aftur að sækja réttan tíma, þetta er hægt að endurtaka þar til netsamband næst og dagsetningin er lagfærð. Mikilvægt er að halda ekki áfram nema dagssetning og tími séu rétt.