Í þessum kerfishluta eru umsóknir stofnaðar og skráðar upplýsingar þeim tengdum, metin er þjónustuþörf hvers umsækjanda og ef umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði um þjónustu er umsókninni hafnað með viðeigandi ástæðu og skýringum. Ef umsækjandi uppfyllir skilyrði um heimaþjónustu er skráð samþykkt þjónustuþörf hans á umsóknina þ.e. þjónustuþættir og tíðni þeirra til að uppfylla þá þjónustu sem samþykkt hefur verið. Síðan er umsóknin samþykkt og við það stofnast sjálfkrafa þjónustusamningur á umsækjandann sem inniheldur þá þjónustuþætti sem samþykktir voru. Ekki er hægt að breyta umsókn sem búið er að samþykkja, en hægt er að eyða henni ef ekki er búið að virkja þjónustusamninginn, sjá hér. Hér að neðan má lesa frekari hjálpartexta um umsóknir og einnig er hægt að velja neðangreinda vísanir til að skoða myndbönd til frekari útskýringa: | |
Þegar umsóknir eru valdar birtist myndin hér til hægri sem inniheldur eftirfarandi aðgerðir:
Sjá hér upplýsingar um að skoða og vinna með valda umsókn. Hver og ein umsókn tilheyrir einni starfsstöð, munið að hafa rétta starfsstöð þegar umsókn er stofnuð, sjá hér hvernig breyta á um starfsstöð. Sjá hér upplýsingar um viðskiptatré og skipulag í CareOn. |
General
Content
Integrations
Add Comment