/
Útgáfa 2

Útgáfa 2

Mjög miklar breytingar voru gerðar á kerfinu til að uppfylla þarfir Fjarðabyggðar tengt almenningssamgöngum á Austurlandi, við það jukust möguleikar kerfisins ennfrekar. Þess var þó gætt að þær þarfir sem kerfið uppfyllti áður eru áfram uppfylltar þannig að breytingarnar skila eingöngu auknum ávinningi.

Neðangreint eru nokkur dæmi um breytingar:

  • Hægt er að velja áfangastað farþega.
  • Gjaldtaka tekur mið að því hvar farþegi kemur inn í vagninn og hver áfangastaður hans er, þ.e. gjaldið er breytilegt eftir hvort ferð farþega er innan sama gjaldsvæðis eða milli gjaldsvæða og einnig milli hvaða gjaldsvæða.
  • Valkvætt er með úthlutun skiptimiða, eftir farmiða sem notaður er og innstig/áfangastað farþega, einnig getur gildistími hans verið breytilegur.
  • Haldið er nú utan um vanga og tölvur (útstöð) aðgreint, sem getur verið kostur t.d. þegar tölva er fær á milli vagna.
  •  Einfalt er að skoða síðustu notkunarfærslur, kortanúmer, tímasetning og hvaða miði var notaður.  Einnig er hægt að bera kort að kortalesara og skoða notkun þess kort, ef t.d. grunur er um að viðkomandi hafi ekki notað kortið sitt eða hugsanlega notað farmiða sem ólöglegur er fyrir hann.
  •  Hægt er að skilgreina hnappa fyrir aðsókn án korta, t.d. fyrir staðgreiðslu, frían aðgang, notkun pappamiða og fleira, hámark 4 hnappar.  Haldið er utan um alla slíka aðsókn.
  •  Ein af stóru breytingunum er að skilgreina gjaldsvæði og gjaldsvæðareglur. Hægt er að stjórna ákveðinni virkni fyrir hvern miða eftir á hvaða leið vagn er þ.e. innan sama gjaldsvæðis eða á milli mismunandi gjaldsvæða.