/
Útgáfa 15

Útgáfa 15

Cts Bus Útgáfa 15 var gefin út sumarið 2015. 

 

Eftirfarandi ný virkni var útfærð:

  • Loggar, sem eru skráningar á flestum þeim atburðum sem verða í vagntölvuni, eru myndaðir. Þetta auðveldar að fylgjast með heilbrigði og virkni kerfisins
  • Reglulegar gagnasendingar án íhlutunar vagnstjóra
    • Vagn sendir hraða, staðsetningu, stefnu, hæð, núverandi stöð og leið með reglulegu millibili og einnig þegar bílsjóri skráir sig inn eða þegar breytt er um leið eða hætt á leið
    • Vagn sendir teljara með reglulegu millibili
    • Vagn sendir loggfærslur með reglulegu millibili
    • Vagn sendir innkeyrslu og útkeyrslu samstundis og með reglulegu millibili
    • Vagn sendir höfnunarfærslur með reglulegu millibili
    • Vagn sendir notkunarfærslur með reglulegu millibili
    • Tíma á milli allra gagnasendinga er hægt að stilla sér, fyrir hverja útstöð, í stjórnhluta á innri vef bus kerfisins
    • Í fyrri útgáfu voru aðeins höfnunar, notkunarfærslur, cts færslur og inn- og útkeyrslufærslur sendar við út- eða innskráningu bílstjóra
    • Nú eru engar færslur sendar við innskráningu bílstjóra, sem tryggir að innskráning verður alltaf hraðvirk
    • Hagrætt í tíma sem tekur að senda allar færslur
  • Hugtakið ferð var sett inn í kerfið. Ferð á að tengja saman allt sem gerist í vagntölvu frá upphafsstöð til endastöðvar
    • Ný ferð er mynduð við innskráningu bílstjóra og við það að ný leið er valin
    • Boðið er upp á að halda áfram fyrri ferð við innskráningu ef kerfið skynjar að henni hafi ekki verið lokið með eðlilegum hætti
  • Bílstjóri þarf ekki að skrá sig út með korti í lok ferðar
  • Hægt að handvelja stöðvar ef þær koma ekki inn sem er gagnlegt ef af einhverjum ástæðum vagntölva skynjar ekki innkeyrslu á stöð sjálfkrafa
  • Tími vagntölvu stilltur efitr Gps tæki
  • Nú eru innstig ekki leyfð á endastöð. Það þarf að ljúka ferð og hefja nýja til að geta tekið við innstigum á ný. Gert til að innstig sem myndast á endastöð leiðar myndist frekar á upphafsstöð næstu leiðar
  • Þegar kort er lagt á lesara og upp kemur gluggi um að velja áfangastað þá er búið að bæta við skilaboðum um að það þurfi að leggja kort aftur í lesara til að taka miða af kortinu
  • Nú er hægt að hætta val þegar verið er að velja áfangastað
  • Kortalesari gefur frá sér hljóð þegar miði er tekin af
  • Á mörgum stöðum þegar vagntölva þarf að framkvæma tímafrekar aðgerðir eru nú birtir upplýsinga skjáir með framvindu stiku og frekari upplýsingum og hvað sé verið að gera
  • Bætt við staðfestingar glugga þegar forriti er lokað
  • Upplýsandi fyrirsögnum bætt við nokkra skjái
  • Ef vagntölva er óstillt þá er ekki hægt að komast úr stillingavalmyndini í keyrsluvalmynd nema setja inn löglegar stillingar
  • Lifandi forgangsröðun á takka fyrir veðurspár og færð aftengd. Nú eru takkarnir alltaf á sama stað
  • Sending Cts gagna gerð hraðari
  • Samtengingu bætt við á milli Cts og Bus notkunarfærslna
  • Samræmi milli skjámynda bætt
  • Villuskilaboð bætt ef upp kemur ómeðhöndluð villa
  • Ómeðhöndlaðar villur sendar til Curron
  • Nöfn á gluggum í stýrikerfi vagntölvu löguð
  • Bætt höfnunarskilaboð
    • Þegar kort með miða þar sem gildistími er ekki hafinn er nú er nú birt meira upplýsandi skilaboð um gildistíma miðans
    • Þegar kort með miða með ónóga inneign eru birts skilaboð um nafn miða, inneign miðans og hvað ferðin kostar
  • Í skjámynd þar sem vagn er valinn koma nú vagnarnir alltaf í sömu röð
  • Betri vélbúnaðar bilunar skilaboð
  • Eftir að reynt hefur verið að sækja pakka á kort þá þarf kortið að fara úr sviði lesarans áður en hægt er að taka miða af því
  • Vagnstýringin fer nú alltaf aftur sjálfkrafa í innskráningar ham eftir að bílstjóri hefur útskráð sig
  • Við útskráningu bílstjóra kemur upp staðfestingar gluggi til að tryggja að bílstjóri skrái sig ekki óvart út og ljúki ferð
  • Ef fleiri en þrír takkar þá verður til takki sem heitir "Allir" og ef ýtt er á hann opnast takkaborð með öllum tökkum

 

Eftirfarandi villur voru lagfærðar:

  • Ekki hægt að afgreiða hleðslu ef tveir pakkar bíða korts
  • Stafsetningarvillur
  • Ómeðhöndluð villa sem kom upp ef kort með samningsmiða með óþekktan samning er borið að lesara
  • Vantaði kortanúmer í sumar höfnunarfærslur þar sem skilaboð höfnunarfærslunar gaf til kynna að kortanúmer ætti að vera þekkt
  • Forritið hrynur ef netsamband dettur út á meðan veðurspá er sótt
  • Cts gögn gátu tapast ef netsamband datt út í miðri sendingu
  • Tvíteknar Cts notkunarfærslur gátu myndast við ákveðin skilyrði
  • Forritið hrynur þegar reynt er að senda gögn þegar ekkert netsamband er og kortalesari er ótengdur
  • Þegar kort er notað í fyrsta skipti þá þarf að velja áfangastað. Þegar kortið kemur aftur í sviðið eru teknir miðar af kortinu án þess að spyrja um áfangastað