/
Gefa aðgang fyrir forstöðumenn sundlauga

Gefa aðgang fyrir forstöðumenn sundlauga

Hér eru stuttar leiðbeiningar um það hvernig skal gefa forstöðumönnum sundlauga aðgang að skýrslum úr Hliðakerfi Curron.

Til að stofna nýjan notenda skoða hér.


Til að forstöðumenn hafi aðgang að sinni sundlaug þá þarf að veita honum aðgangs réttindi að þeirri sundlaug.

Almennt um aðgangstýringar hér.

Skref fyrir skref.

  1. Velja 'Aðgangur' fyrir þann notanda sem á að veita aðgang að sundlaug, þá opnast listi yfir þær aðgangs heimildir sem notandin hefur.  nánar: hér.
  2. Velja svo 'Aðgangs stýring' (upp í hægra horninu), til að geta gefið notenda aðgang að sundlaug.
  3. Undir 'Veldu deild', veldu þá sundlaug sem að forstöðumaður á að fá aðgang að.
  4. Undir 'Veldu kerfi', veldu Hliðarkerfi -> Hliðarkerfi Skýrslur.
    1. Einnig getur þú valið einstaka skýrslu og gefið réttindi á hana.
  5. Undir 'Stilla réttindi', gefðu þau réttindi sem að forstöðumaðurinn á að hafa á skýrslum fyrir Hliðakerfið.

 

Breytingar á réttindum vistast sjálfkrafa.

Tengdar greinar