Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 2 Next »

Þegar skoða á þjónustusamninga er þessi aðgerð valin, við það birtist listi yfir alla þjónustusamninga fyrir valda þjónustumiðstöð. Ef notandi hefur aðgangsheimild getur hann valið aðra þjónustumiðstöð (við hliðina á nafninu þínu í rauðu línunni) og birt þjónustusamninga hennar.

Eftirfarandi upplýsingar birtast fyrir hvern þjónustusamning:

  • Þjónustuþegi; nafn hans
  • Kennitala þjónustuþega
  • Staða þjónustusamnings
  • Upphaf; upphafsdagur samnings
  • Endir; lokadagur samnings
  • Stofnaður; dagur þegar samningurinn var stofnaður

Staða samnings getur verið:

  • Nýr
  • Í bið
  • Í vinnslu
  • Virkur
  • Óvirkur; búið er að óvirkja samninginn tímabundið
  • Framlengdur (ekki notað)
  • Hætt við; samning er lokið.

Hægt er að birta alla þjónustusamninga fyrir ákveðinn þjónustuþega með því að skrá nafn hans í reitinn „Þjónustuþegi“ eða kennitölu hans í kennitölureitinn.

Hægt að birta aðeins þjónustusamninga með ákveðna stöðu með því að velja viðkomandi stöðu.

Hægt er að raða samningum eftir stöðu þeirra, hvenær samningur var stofnaður, upphafsdegi samnings og lokadegi samnings með því að smella með músinni á fyrirsögn viðeigandi dálks.

Til að skoða eða vinna frekar með valinn þjónustusamning er hnappurinn „Nánar“ valinn.

  • No labels