Í upphafi þegar Vagnhlutinn er settur upp í fyrsta sinn á vagntölvu birtist uppsetningarmyndin hér að neðan. Þar þarf m.a. að stilla hvar kortalesarinn er tengdur og hvar GPS tækið er tengt. Almennt er lesarinn á com4 og GPS1 á com3 .
IP talan á netþjóni Curron er t2.curron.is og port er 4045.
Ef það er ekki búið að virkja útstöðina þá þarf að finna númer hennar í Stjórnhluta BUS, skrá það og velja síðan hnappinn [Virkja]. Við það tengist forritið og tengir þessa útstöð o.fl. Ef hnappurinn [Virkja] finnst ekki en aftur á móti hnappurinn [Aftengja] þá merkir það að búið er að virkja útstöðina og með aftengja hnappinum er hægt að óvirkja hana.
Ef hakað er í reitinn Debug þá birtast auknar upplýsingar á „Keyrslumynd“ við notkun kerfisins. Aðeins notað af starfsmönnum Curron þegar verið er að fylgjast með virkni kerfisins.
Tryggja þarf að allar stillingar séu réttar.
Tilgangur og virkni aðgerðarhnappanna er eftirfarandi:
[Neyða update] ef grunnupplýsingum er breytt á netþjóni Curron s.s. biðstöðvum, leiðum, gjaldsvæðareglum, miðum, þá veit forritið af því og breytingarnar eru sóttar og vistaðar á vagntölvuna. En með þessum hnapp eru grunnupplýsingarnar sóttar óháð hvort breytingar hafa verið gerðar eða ekki.
[Setja] hnappurinn er valinn til að vista skráðar stillingar.
[Prófanir] þessi hnappur er notaður af starfsmönnum Curron við að sannreyna virkni kortalesara, GPS tækis og 3G beinis.
[Áfram] þessi hnappur er valin til að loka myndinni og halda áfram.
- Hægt er að stilla á emulated sem gerir mögulegt að nota stjórnhlutann til að herma eftir akstri með því að smella á biðstöð, við það eru GPS hnit valinnar biðstöðvar sendar á vagnhlutann. Með þessu móti er hægt að prófa Vagnhlutann án þess að hann sé í vagni á keyrslu milli biðstöðva.