/
Grunnmynd

Grunnmynd

Eftir að stillingar hafa verið skráðar í Uppsetningarmynd birtist Grunnmyndin hér að neðan í hvert sinn sem Vagnhlutinn er keyrður, en hún birtist aðeins í 5 sekúndur og fer svo sjálfkrafa yfir í Innskráningarmyndina ef enginn hnappur er valinn.

 

Á meðan Grunnmyndin birtist er hægt að ýta strax á neðangreinda hnappa og koma þannig í veg fyrir sjálfkrafa birtingu Innskráningarmyndarinnar.

  • [Stillingar]:       ef þessi hnappur er valinn birtist Uppsetningarmynd og hægt er að breyta stillingum hennar.
  • [Senda gögn]: ef þessi hnappur er valinn eru notkunargögn send í miðlægan gagnagrunn CTS kerfis Curron og að því loknu birtist Innskráningarmyndin.
  • [Kalla á hjálp]: með þessum hnappgetur bílstjóri sent hjálparbeiðnir beint til Curron.
  • [Keyra]:           ef þessi hnappur er valinn birtist Innskráningarmyndin og bílstjóri getur innskráð sig í Vagnhlutann.
  • [Stilla tíma]:     ef þessi hnappur er valinn birtist ný skjámynd þar sem vagnstjóri getur leiðrétt dagsetningu og tíma í tölvunni.  Sjá næstu síðu.
  • [Loka forriti]:    ef þessi hnappur er valinn er hætt í Vagnhlutanum og Innskráningarmyndin birtist ekki heldur „desktop“ mynd vagntölvunnar.


Stilla tíma

Ef dagsetning eða tími í vagntölvu er rangur er nauðsynlegt að leiðrétta hann, annars verða öll notkunargögn með rangan tíma. Þegar farið er inn í þessa valmynd þá mun tölvan reyna að leiðrétta tíma eftir gps tæki og ef það tekst þá er farið aftur sjálfkrafa í Grunnmynd.

Hægt er að velja [Sækja miðlægt] þá reynir forritið að sækja réttan tíma á server Curron, ath. netsamband þarf.

Einnig getur vagnstjóri valið [Handskrá] ef netsamband er ekki til staðar og skráð sjálfur réttan dag og tíma. Við það birtast eftirfarandi skjámyndir þar sem fyrst er valið ár, síðan mánuður, dagur, klukkusund og að síðustu mínúta.

Mínus og plús hnappur er notaður til að lækka og hækka gildi.

Þegar dagur og tími er orðinn réttur er hnappurinn [Áfram] valinn.

Related content