Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Version History

Version 1 Next »

Keyrslumynd er mikilvægasta skjámynd þessa hugbúnaðar. Þar mun vagnstjóri eyða mestum tíma í hugbúnaðinum.

Í þessu skjali:


Upphaf

Eftir að leið hefur verið valin reynir kerfið að finna næstu biðstöð eftir gps hniti, ef ekkert gps hnit næst og kerfið getur ekki fundið biðstöð birtist myndin hér til hliðar þar sem vagnstjóri þarf handvirkt að velja fyrstu/næstu biðstöð.  Ef kerfið finnur biðstöð áður en vagnstjóri hefur valið biðstöð þá hverfur myndinn og keyrslumyndin hér fyrir neðan birtist.


Aðalskjár keyrslumyndar

Sjá Keyrslumyndina hér til hliðar, efst í henni birtist sú leið sem valin hefur verið, í línunni þar fyrir neðan birtist áfangastaður sem síðast var valinn, í línunni með textanum „Tilbúin til notkunar“ birtist heiti miða sem notaður var síðast ásamt gildistíma hans eða heiti takka ef síðasti farþegi notaði ekki CTS kort.

Þar fyrir neðan til hægri birtist heiti á núverandi eða næstu biðstöð, í þessu tilviki næsta: Kringlan.

Þar fyrir neðan til hægri birtist núverandi svæði/áfangastaður, í þessu tilviki: Reykjavík.

 


Takkar

Ef Takkar hafa verið skilgreindir fyrir aðsókn án CTS korta, t.d. fyrir staðgreiðslu birtast þeir í neðstu línunni eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Aðeins þarf að ýta einu sinni t.d. á hnappinn [Staðgreitt] þá er mynduð innstigsfærsla fyrir staðgreitt. Aðeins eru birtir fjórir hnappar, ef þeir eru fleiri er hægt að birta þá alla með því að velja hnappinn [Allir], sjá myndina hér til hægri.

Ath. ekki þarf að ýta fast á skjáinn og alls ekki með oddhvössum hlut.


Hætta akstri

Ef akstri er lokið ber vagnstjóri kortið sitt að kortalesaranum og birtist þá staðfestingargluggi til að staðfesta að bílstjóri vilji ljúka ferð og skrá sig út.

Ef valið er [] þá eru öll gögn send ásamt Cts færslum. Á meðan sendingu stendur er upplýsingagluggi sem birtir framvindu þess. Þegar sendingu er lokið er í boði að velja [Áfram] og er þá farið aftur í Grunnmynd og ef ekkert er gert þá eftir 5 sekúndur yfir í Innskráningarmynd.

 


Breyta um leið

Ef breyta á um leið þarf bílstjóri aðeins að ýta á heitið á leiðinni, við það birtist listi yfir leiðir sem stofnaðar hafa verið í kerfinu (sjá hér til hægri) og hægt er að velja eina úr listanum með því að smella á hana með fingrinum. Hægt er að kalla fram fleiri leiðir með því að velja hnappinn [Næsta].

Þegar ný leið hefur verið valin birtist heiti hennar í Keyrslumyndinni.

 

Breyta leið

Ath. að breyta um leið mun ljúka ferð og hefja nýja.

  • No labels