Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 13 Next »

Eftir að hafa valið ákveðinn þjónustusaming þá birtist myndin hér til hliðar.  Hér að neðan eru útskýringar á myndinni þ.e. innihaldi þjónustusamnings: 

  • Staða samnings; samningur getur verið með mismunandi stöðu, staða samnings breytist við tilteknar aðgerðir og einnig getur notandi sett samning í tilteknar stöður.  Stöður samnings eru eftirfarandi:
    • Nýr;  þegar umsókn er samþykkt stofnast sjálfkrafa samningur með þessa stöðu.
    • Í bið;  notandi getur sett samning í þessa stöðu ef hann hefur stöðuna Nýr eða Í vinnslu.
    • Í vinnslu;  notandi getur sett samning í þessa stöðu ef hann hefur stöðuna Nýr eða Í bið.
    • Virkur;  samningur fær þessa stöðu þegar notandi velur að virkja hann.  Samningar með þessa stöðu birtast í verkáætlun og heimsóknir þeirra birtast í verkefnalistum heimaliða í appinu.
    • Óvirkur, samningur fær þessa stöðu þegar notandi velur að óvirkja samninginn tímabundið. Heimsóknir samninga með þessa stöðu birtast ekki í verkefnalistum heimaliða í appinu og heldur ekki í verkáætlun nema slíkt sé sérstaklega valið.
    • Hætt við,  samningur fær þessa stöðu þegar notandi velur að hætta við hann þ.e. ljúka honum. Heimsóknir samninga með þessa stöðu birtast hvorki í verkáætlun né í verkefnalistum heimaliða í appinu.
  • Gildistími samnings;  algengt er að þjónustusamningar fyrir heimaþjónustu séu með óskilgreindan gildstíma þ.e. þeir renna ekki úr gildi fyrr en þeim er lokað. Þetta á ekki við um CareOn kerfið, þar hafa allir samningar gildistíma þ.e. upphafsdag og lokadag, gildistíminn getur verið frá einum mánuði upp í mörg ár. Þegar lokadagur samnings er liðinn fellur þjónusta samkvæmt honum sjálfkrafa niður, því er eindregið lagt til að skrá gildistíma að lágmarki 5 ár í þeim tilvikum sem samningur á að vera með óskilgreindan gildistíma. Það skal þó bent á að einfalt og fljótlegt er að framlengja gildistíma samnings ef þörf er á, sjá hér
    • Upphafsdagur
    • Lokadagur
  • Yfirfara samning;  hér er hægt að skrá dagsetningu sem yfirfara á samninginn næst ásamt skýringartexta. CareOn kerfið fylgist með þessari dagsetningu og birtir í sérstakri yfirlitsmynd alla samninga sem þarf að yfirfara.  Reyndar er hægt að skrá fleiri en eina dagsetningu ásamt skýrinartexta. Segja má að hér geti verið um nokkurs komar "áminningar" að ræða fyrir viðkomandi samning.
    • Dagsetning
    • Skýringartexti
  • Þjónustuþegi; nafn, kennitala og heimilisfang
    • Nánar;  frekari upplýsingar um þjónustuþegann, sjá hér.
    • Viðb.; viðbótarupplýsingar um þjónustuþegann, sjá hér.
    • Tengiliðir; skoða, breyta, nýskrá tengiliði þjónustuþega, sjá hér.
  • Þjónustuþættir;  hér birtast þeir þjónustuþættir sem samþykkt var að veita viðkomandi umsækjanda og voru skráðir á umsóknina. Þjónustuþættirnir fá sjálfvalinn vinnutíma sem á alls ekki við í öllum tilvikum og því mikilvægt að yfirfara vinnutíma hvers þjónustuþáttar og breyta eftir því hvað á við í hverju tilviki. Einnig er rétt að yfirfara framkvæmdarlýsinguna og endurbæta ef þörf. Ef þörf er á að breyta tíðni er einnig hægt að gera það.  Jafnframt er hægt að bæta við þjónustuþætti ef þörf.
    • Bæta við þjónustuþætti,  sjá hér.
    • Breyta þjónustuþætti,  sjá hér.
  • Þjónustuáælanir
    • Stofna þjónustuáætlun
  •  Viðbótarupplýsingar samings
  • Þjónustumat






  • No labels

0 Comments

You are not logged in. Any changes you make will be marked as anonymous. You may want to Log In if you already have an account.