Skip to end of metadata
Go to start of metadata
Stöður samnings eru eftirfarandi: - Nýr; þegar umsókn er samþykkt stofnast sjálfkrafa samningur með þessa stöðu.
- Í bið; notandi getur sett samning í þessa stöðu ef hann hefur stöðuna Nýr eða Í vinnslu.
- Í vinnslu; notandi getur sett samning í þessa stöðu ef hann hefur stöðuna Nýr eða Í bið.
- Virkur; samningur fær þessa stöðu þegar notandi velur að virkja hann. Samningar með þessa stöðu birtast í verkáætlun og heimsóknir þeirra birtast í verkefnalistum heimaliða í appinu.
- Óvirkur, samningur fær þessa stöðu þegar notandi velur að óvirkja samninginn tímabundið. Heimsóknir samninga með þessa stöðu birtast ekki í verkefnalistum heimaliða í appinu og heldur ekki í verkáætlun nema slíkt sé sérstaklega valið.
- Hætt við, samningur fær þessa stöðu þegar notandi velur að hætta við hann þ.e. ljúka honum. Heimsóknir samninga með þessa stöðu birtast hvorki í verkáætlun né í verkefnalistum heimaliða í appinu.
| |
- Með því að velja hnappinn [Breyta stöðu] þá birtist valmyndin hér til hliðar, þar sem notandi velur að breyta stöðu samnings í annað hvort Í vinnslu eða Í bið og því næst hnappinn [Vista] til að staðfesta breytinguna eða hnappinn [Hætta við] til að hætta við.
| |
Add Comment