Stillingar dagatals
Þessar stillingar eiga bæði við dagatal í þjónustuáætlun og í verkáætlun. Stillingarnar eru eftirfarandi: Birta nafn þjónustuþega:Ef Já þá er nafn þjónustuþega birt í heimsóknum, annars er nafn heimaliða sem sinnir heimsókninni birt. Ef enginn heimaliði er skráður á heimsókn þá er vaktin birt sem heimsóknin tilheyrir. Birta óvirka samninga:Ef Nei þá birtast heimsóknir samninga sem eru óvirkir ekki í verkáætlun, en ef Já þá birtast heimsóknir þeirra. Breyta endurtekningum heimsókna:Þessi stilling hefur áhrif á þegar heimsókn er færð með drag/drop þ.e. þegar framkvæmdartíma heimsóknar er breytt með drag/drop. Ef Nei þá nær breytingin aðeinst til þessarar tilteknu heimsóknar þ.e. breytingin nær ekki til allra endurtekninga heimsóknarinnar, ef aftur á móti Já birtist staðfestingargluggi þar sem notandi er spurður hvort breytingin eigi að ná til allra endurtekninga heimsóknarinnar. Sjálfvalið er Já. |